Afþökkum óþarfa

Afþakka: Afþakkaðu óþarfa. Með því sendir þú skilaboð. Landvernd.is
Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.

#2 AFÞAKKA

Við höfum skapað stórt vandamál með neyslu okkar og lífsstíl. Hvað getum við gert?  

Afþökkum það sem við viljum ekki 

Mikilvægt er að afþakka það sem við viljum ekki þegar við eigum kost á. Með því minnkum við sóun og sendum skilaboð til annarra. 

Afþökkum

Óþarfa sem verður að rusli um leið og við segjum takk fyrir

Ruslpóst

Nei takk, ég er með eigið kaffimál

Nei takk, ég þarf ekki lok á kaffið

Nei takk, ég sleppi þessu, ef það er aðeins hægt að fá þetta í plasti

Endurhugsum og afþökkum

Slepptu boxinu, ég tek ísinn í brauðformi

Nei takk, ég þarf ekki poka

Afþökkum hluti sem eru óþarfir

Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.

Endurhugsa, afþakka - hvað er næst?

Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Endurhugsum neysluna

Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina - og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið ...
Horfa →
Kaupum minna, einföldum lífið. Kona að troða stórum poka í bíl á meðan önnur kona gengur með léttan poka í burtu.

Einföldum lífið og kaupum minna

Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Horfa →
Endurnýtum í stað þess að kaupa nýtt. Kona í síma að spyrja á facebook hvort einhver geti lánað henni ferðarúm fyrir börn.

Endurnýtum

Endurnýtum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Gefum hlutum framhaldslíf.
Horfa →
Endurvinnum þar sem fellur til og búum einfaldlega til minna rusl. Kona flokkar gosflösku.

Endurvinnum

Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Horfa →

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd