Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is

Alcoa – hagfræðin loksins höfð með

Um langt skeið hafa álfyrirtækin forðast að nefna hagfræðilegu rökin sem liggja til grundvallar því að vothreinsibúnaði sé hafnað. Í kjölfar athugasemda Landverndar við frummatsskýrlsu Alcoa hefur verið bætt úr þessu og í endanlegri matsskýrslu fyrir álver í Reyðarfirði fjalla menn í fyrsta skipti um hagfræðina að baki þess að vothreinsun sé hafnað.

Um langt skeið hafa álfyrirtækin forðast að nefna hagfræðilegu rökin sem liggja til grundvallar því að vothreinsibúnaði sé hafnað. Í kjölfar athugasemda Landverndar við frummatsskýrlsu Alcoa hefur verið bætt úr þessu og í endanlegri matsskýrslu fyrir álver í Reyðarfirði fjalla menn í fyrsta skipti um hagfræðina að baki þess að vothreinsun sé hafnað. Í matsskýrslunni segir m.a:

„Áætlaður kostnaður við að setja upp vothreinsun yrði 60-85 milljón USD háð því hvernig hreinsun frárennslisvatns væri háttað. Að auki bætast um 5 milljón USD á ári vegna reksturs vothreinsivirkjanna sem felur í sér, auk annarra þátta, allt að 7 MW árlega orkunotkun. Leiðbeiningar um bestu fáanlegu tækni (BAT) segja að við ákvörðun um val á tækni skuli taka tillit til kostnaðar auk virkni.„

Þá kemur fram að fyrirtækið telur fjárfestinguna ekki réttlætanlega þar sem hægt sé að uppfylla umhverfismörk án þess að grípa til þessarar fjárfestingar.

Í umsögn Landverndar um frummatsskýrslu sagði m.a:

Er vothreinsun hafnað af efnahagslegum ástæðum?
Ljóst er að vothreinsibúnaður er umtalsvert dýrari í en þurrhreinsibúnaður einn og sér bæði hvað varðar stofnkostnað og rekstrarkostnað. Vothreinsibúnaðurinn er í grundvallaratriðum hrein viðbót við þurrhreinsibúnaðinn og þar með er um meiri fjárfestingu að ræða. Þá þarf töluverða raforku til þess að knýja búnaðinn sem gerir það að verkum að rekstrarkostnaður verður hærri enn ef einungis væri um þurrhreinsibúnað að ræða. Með því að kaupa ódýrari kol með hærra brennisteinsinnihaldi er hægt að draga nokkuð úr hráefniskostnaði en fram kom á kynningarfundi Alcoa að sá sparnaður er minni en aukningin í rekstrarkostnaði.
Sé það svo að vothreinsibúnaði sé hafnað af efnahagslegum aðstæðum þá rúmast sú höfnun innan skilgreiningarinnar á bestu fáanlegu tækni sem er skilgrend með eftirfarandi hætti í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir:

„Með bestu fáanlegri tækni er átt við framleiðsluaðferð og tækjakost sem beitt er til að lágmarka mengun og myndun úrgangs. Tækni nær til framleiðsluaðferðar, tækjakosts, hönnunar mannvirkja, eftirlits og viðhalds búnaðarins, svo og starfrækslu hans. Með fáanlegri tækni er átt við aðgengilega framleiðsluaðferð og tækjakost (tækni) sem þróaður hefur verið til að beita í viðkomandi atvinnurekstri og skal tekið mið af tæknilegum og efnahagslegum aðstæðum. Með bestu er átt við virkustu aðferðina til að vernda alla þætti umhverfisins.„

Ljóst er að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingu. Hugsanlega getur framkvæmdaraðili fært haldbær rök fyrir því að vothreinsibúnaði skuli hafnað af efnahagslegum ástæðum. Til þess þyrfti þó að framkvæma svo kallaða cost benefit greiningu, þ.e.a.s. að leggja mat á umhverfislegan ávinning og efnahagslegan tilkostnað sem hlýst af notkun vothreinsibúnaðar. Séu efnahagslegu þættirnir hin raunverulega ástæða fyrir höfnun á vothreinsibúnaði væri rétt að skýrsluhöfundar myndu gera skilmerkilega grein fyrir því í endanlegri matsskýrslu.“

Nú hefur loksins verið gerð grein fyrir þessari hlið málsins.

Lesa umsögn Landverndar um frummatsskýrslu Alcoa.

Nýlegar umsagnir

Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira
Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top