Blanda er jökulá sem rennur úr Hofsjökli og Blöndustöð virkjar vatnsafl hennar.
Blöndulón

Blanda er jökulá sem samanstendur að mestu af jökulbráð úr Hofsjökli. Hún flæðir um jökulkembt en gróið heiðalandslag frá upptökum sínum í norðanverðum Hofsjökli og norðvestur í Húnafjörð. Blöndustöð stendur á hálendisbrúninni á norðanverðum Kili en stíflan í Blöndu stendur við Reftjarnarbungu. Auk þess var reist stífla við upptök Kolkukvíslar nokkru vestar, en hún rennur í Vatnsdalsár. Vatni er veitt um veituskurði og vötn á heiðinni að inntakslóni. Afl virkjunarinnar er 150 MW. Blöndulón liggur á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði og er 57 km2 að stærð. Landið sem fór undir vatn var þakið að miklu leyti bæði votlendi, mólendi og um 80% þess lands sem fór undir vatn var gróið.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is