Skrokkalda er í hættu vegna virkjanaáforma, landvernd.is

Drög að breytingum á starfsreglum Rammaáætlunar harðlega gagnrýndar

Landvernd gagnrýnir harðlega málsmeðferð og ákveðin efnisatriði í drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Landvernd gagnrýnir harðlega málsmeðferð og ákveðin efnisatriði í drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti til umsagnar í byrjun febrúar. Telur Landvernd málsmeðferðina ekki standast lög og aðkomu Landsvirkjunar að gerð draganna hingað til óeðlilega og óásættanlega, enda endurspegla drögin kröfur Landsvirkjunar. Vísað er til bréfaskifta og fundar Landsvirkjunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis og aðkomu Landsvirkjunar að drögunum á fyrri stigum, í gegnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, að því er virðist án vitneskju
umhverfisráðuneytis. Á sama tíma hafa aðrir ekki átt kost á þátttöku í
samningu draganna fyrr en í almennri kynningu þeirra, þ.m.t. önnur
orkufyrirtæki, ferðaþjónustan, útivistarhópar og náttúruverndarsamtök.

Athugasemdir Landverndar má finna í skjali hér að neðan.
Landvernd gagnrýnir sérstaklega tvö efnisatriði: Ákvæði um yfirstjórn
umhverfisráðherra sem opnar á möguleika á pólitískum afskiptum ráðherra
og ákvæði sem gera mun orkufyrirtækjum kleyft að fá virkjunarhugmyndir í
gildandi verndarflokki rammaáætlunar teknar upp aftur og aftur í
rammaáætlun, hugmyndir sem eru á svæðum sem Alþingi er búið að ákveða að
beri að friðlýsa. Í báðum tilvikum er stórlega vegið að faglegu
sjálfstæði verkefnisstjórnar og sátt um rammaáætlun.

Landvernd leggur til að ákvæði
um að umhverfisráðherra fari í framtíðinni með yfirstjórn
verkefnisstjórnar og faghópa, sem Landsvirkjun lagði til í bréfi til
atvinnuvegaráðuneytis 28. janúar, verði tekið út. Tillagan vegur að
faglegu sjálfstæði rammaáætlunar og opnar á pólitísk afskipti ráðherra.
Að mati Landverndar er það alls ekki við hæfi eða í samræmi við anda
laganna að ráðherra hafi hér stjórnunarvald yfir faglegri nefnd sem er
honum sjálfum til ráðgjafar.

Landvernd gagnrýnir einnig
harðlega ákvæði um endurmat virkjunarhugmynda og landsvæða sem þegar er
búið að flokka í verndar- eða orkunýtingarflokk gildandi rammaáætlunar.
Með nýju ákvæði yrði nægjanlegt fyrir orkufyrirtæki að breyta
virkjunarhugmynd, t.d. í verndarflokki, lítilsháttar til að
verkefnisstjórn yrði að taka hana og landsvæðið sem hún er á upp til
endurmats. Lögin eru skýr um faglegt sjálfstæði verkefnisstjórnar þegar
kemur að slíkum málum, en breytingar á starfsreglunum myndi afnema þetta
sjálfstæði. Landvernd telur það ekki standast lög. Ljóst má vera að
sterk rök þarf til þess að endurflokka virkjunarhugmyndir í
verndarflokki þar sem rík verndarsjónarmið liggja að baki slíkri
flokkun. Af lögunum verður ekki annað séð en slík heimild sé
undantekning. Mikilvægt er að faglegt sjálfstæði verkefnisstjórnar sé
virt þegar kemur að endurmati.

Landvernd krefst þess að
hlutverk og verksvið Orkustofnunar annarsvegar og verkefnisstjórnar
rammaáætlunar hinsvegar, endurspegli lögin um rammaáætlun. Hlutverk
Orkustofnunar er afmarkað skv. rammaáætlunarlögunum, en það felst í að
taka við beiðnum orkufyrirtækja um mat á hugsanlegum orkunýtingarkostum
og undirbúa fyrir verkefnisstjórnina, sem undirstofnun ráðuneytis
orkumála. Orkustofnun kemur hinsvegar ekki á neinn hátt að ákvörðunum um
endurmat skv. 3. mgr. 9. gr. rammaáætlunarlaganna. Hún getur á hinn bóginn, líkt og hver annar lögaðili eða einstaklingur, lagt inn beiðni um endurskoðun til verkefnisstjórnarinnar. Þetta afmarkaða hlutverk Orkustofnunar er einnig endurspeglað í reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 530/2014, frá 5. júní 2014.

Gefi ráðherra umhverfismála tillögurnar óbreyttar út, er rammaáætlun í algjöru uppnámi. Með breytingunum yrði hægt að setja virkjanahugmyndir á landsvæðum í verndarflokki áætlunarinnar aftur og aftur í mat þrátt fyrir að Alþingi hafi ákveðið friðun þeirra. Það eina sem gæti þá bjargað þessum náttúruperlum er að umhverfisráðuneytið friðlýsi þær, en hvorki hefur fjármagni verið veitt í eða vinna verið unnin til undirbúnings þess síðastliðin tvö ár.

Þar sem ekki hefur verið fylgt málsmeðferðarreglum er lög mæla fyrir um, leggur Landvernd til að ráðuneyti umhverfismála sendi drögin og þær umsagnir sem um þau berast til verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem leggi í framhaldinu fram tillögur til ráðuneytisins um nýjar starfsreglur, líkt og lög kveða á um. Verkefnisstjórnin getur þannig metið gildandi starfsreglur, drög ráðuneytisins og umsagnir sem um þau berast sjálfstætt. Tillögur verkefnisstjórnar færu svo á ný í almenna kynningu.

Lesa umsögn Landverndar

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.