Einföldum lífið og kaupum minna

Kaupum minna, einföldum lífið. Kona að troða stórum poka í bíl á meðan önnur kona gengur með léttan poka í burtu.
Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!

#3 EINFÖLDUM & KAUPUM MINNA

Við höfum skapað stórt vandamál með neyslu okkar og lífsstíl.
Hvað getum við gert?  

Einföldum líf okkar og kaupum minna 

Þannig komum við til dæmis í veg fyrir að henda mat, spörum peninga og þurfum sjaldnar að taka til. 

 

Kaupum minna

Förum með innkaupalista í búðina

Förum ekki svöng að versla

Eltum ekki tilboðsdaga bara til að kaupa eitthvað

Fáum okkur minna á diskinn og fáum okkur ábót ef við viljum meira 

 

Einföldum lífið

Förum vel með hluti svo þeir endist lengur

Föllum ekki fyrir auglýsingum sem sannfæra okkur um að við þurfum eitthvað sem er algjör óþarfi

 

Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.

Endurhugsa, afþakka, einfalda - hvað er næst?

Afþakka: Afþakkaðu óþarfa. Með því sendir þú skilaboð. Landvernd.is

Afþökkum óþarfa

Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Horfa →

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd