Endurhugsum framtíðina

Við þurfum að endurhugsa framtíðina og endurmeta neyslu okkar. Hvernig getum við háttað lífi okkar án þess að það komi niður á tækifærum komandi kynslóða? landvernd.is
Hönnuður: Aron Freyr Heimisson
Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.

Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífstíl er stórt. 

Það  sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.

Endurhugsa

Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt? Þurfum við þetta allt í raun og veru?

Afþakka

Mikilvægt er að afþakka það sem við viljum ekki því þá minnkum við sóun og sendum skilaboð til annarra.

Einfalda & kaupa minna

Við getum einfaldað líf okkar og keypt minna. Þannig komum við til dæmis í veg fyrir að henda mat, spörum peninga, og þurfum sjaldnar að taka til.

Endurnýta

Ef þú ert búin að endurhugsa, afþakka og einfalda en þarft samt að nota einhverja hluti má spyrja hvort að hægt sé að fá þá lánaða, eða keypt það notað ef þú hyggst nota það áfram. 

Endurvinna

Að flokka og endurvinna er gott, en það er því miður ekki lausnin á vandamálinu. Lausnin er að búa til minna rusl. Að flokka er neyðarúrræði og sísti valkosturinn okkar. 

Við getum öll haft áhrif, endurhugsum framtíðina með Landvernd

 

Við þurfum að endurhugsa framtíðina og endurmeta neyslu okkar. Hvernig getum við háttað lífi okkar án þess að það komi niður á tækifærum komandi kynslóða? landvernd.is
Smelltu á myndina til að sækja. Þú getur prentað hana út!

Horfðu á stuttþáttaröð Landverndar um neyslu

Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Viltu minnka neyslu? Hvað getum við gert?

Hvernig getum við minnkað neyslu? Hvað getum við gert? Landvernd sýnir hér á skemmtilegan hátt auðveldar leiðir til að takast á við þann vanda sem ...
Horfa →