Endurhugsum neysluna

Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is
Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina - og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt?

#1 ENDURHUGSUM​

Við höfum skapað stórt vandamál með neyslu okkar og lífsstíl. Hvað getum við gert?  

Fyrsta skrefið er að endurhugsa neyslu okkar

Endurhugsum neysluna

Þurfum við þetta allt? 

Getum við sleppt einhverju?

Hvað er nauðsyn og hvað óþarfi?

Endurhugsum kaupin

Er hluturinn endingargóður? 

Er hluturinn framleiddur í sátt og samlyndi við náttúru og samfélagið?

Er hægt að gefa hlutinn áfram eftir notkun?

Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.

Endurhugsa, afþakka - hvað er næst?

Afþakka: Afþakkaðu óþarfa. Með því sendir þú skilaboð. Landvernd.is

Afþökkum óþarfa

Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Horfa →

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd