Roots&Shoots, alþjóðleg ungmennahreyfing Jane Goodall stendur fyrir No Waste November. Markmiðið er að efla sjálfbæran lífstíl og minnka úrgang.
Fólk er hvatt til að taka upp áskoranir yfir nóvember mánuðinn sem snúa að sjálfbærum lífstíl.
Hvað ætlar þú að gera?
Hvernig væri að endurhugsa neysluna og minnka sóun í nóvember?
-Nota oftar almenningssamgöngur
-Kaupa notað i staðinn fyrir nýtt
-Kaupa ekkert í nóvember nema nauðsynjavörur
-Afþakka óþarfa úr einnota plasti (rör, plastpokar, bollar…)
-Skipuleggja innkaup og máltíðir til að minnka matarsóun
-Versla i heimabyggð og innlendar vörur
-Vera grænkeri X sinnum í viku
Skilaboð frá Jane Goodall
Fylgdu No Waste November á samfélagsmiðlum
#NoWasteNovember #janegoodall #rootsandshoots
Roots & Shoots (R&S) eru alþjóðleg ungmennasamtök Jane Goodall þar sem hvatt er til góðra verka í þágu umhverfis, dýra og samfélags. Hugmyndafræði R&S og Skóla á grænni grein er mjög lík og því geta grænfánaskólar nýtt sér aðferðafræði R&S þegar valin eru verkefni.
Landvernd og Roots & shoots
Samstarf Landverndar við Jane Goodall hófst í júní 2016. Landvernd var á meðal skipuleggjenda heimsóknar hennar til landsins það ár og hélt hún m.a. opið erindi fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Einnig stóð Landvernd fyrir námskeiði sem fjallaði um störf Jane ásamt Roots & Shoots viðburði í Háskóla unga fólksins. Nemendur í Grunnskólanum Hellu og Hvolsskóla fengu þar tækifæri til að kynna fyrir henni Vistheimtarverkefni Landverndar og fóru þess á leit við hana að gerast verndari verkefnisins. Jane þáði boðið með þökkum og var Vistheimtarverkefnið þar með orðið eitt af fyrstu Roots and Shoots verkefnum Íslands og jafnframt það stærsta.