Ölkelduháls og Hverahlíð eru einstakt útivistarsvæði, landvernd.is

Fjárfestum ekki í aðgerðum sem skaða loftslagið

Stjórn Landverndar styður stofnun starfshóps sem skoða á möguleika á fjárfestingabanni í jarðefnaeldsneytisvinnslu. Landvernd bendir jafnframt á tillögur hinna ýmsu hópa Landverndar sem fram hafa komið sl. ár um skref og hugmyndir til þess að ná samdrætti í losun.

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis, 566. mál.

Landvernd hefur skoðað ofannefnda þingsályktunartillögu og greinagerð með henni.  Stjórn Landverndar styður tillöguna heilshugar og þakkar flutningsmönnum fyrir vel unna tillögu. Greinagerð með tillögunni er mjög skýr og gagnleg.

Ef bann við fjárfestingum í jarðefnaeldsneytisvinnslu næði fram að ganga, þó það næði bara til opinberra fjárfestinga, fjármálastofnanna í ríkiseigu og lífeyrissjóða væri það stórt skref í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem tengjast Íslandi.  Ísland gæti með því orðið prófsteinn á það fyrir önnur lönd hvernig þess háttar bann gengi fyrir sig. 

Starfshópurinn ætti einnig að skoða hvenær raunhæft er að Ísland geti lokið allri verslun með jarðefnaeldsneyti.  Það væri mikill fengur fyrir heiminn ef velmegunarríki eins og Ísland gæti sýnt í framkvæmd virkt og velmegandi samfélag  óháð jarðefnaeldsneyti.  Inn í þess háttar skoðun gætu tillögur sem komið hafa frá ýmsum hópum Landverndar í loftslagsmálum gagnast . Til þess að hætta allri verslun með jarðefnaeldsneyti þarf að taka markviss skref. 

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum hefur lagt til eftirfarandi skref sem má hafa til hliðsjónar:

2020 Auka fjármagn í nýsköpun og þróun fyrir notkun hreinna orkugjafa í flugsamgöngum í  samstarfi við grannþjóðir.

2023 Banna innflutning á bensín og dísilbílum.

2025 Banna innflutning vinnuvélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orkugjöfum.

2025 Öll opinber framkvæmdasvæði noti eingöngu tæki sem ganga fyrir hreinum orkugjöfum.

2025 Jarðefnaeldsneytislausar almenningssamgöngur á landi.

2030 Fyrsta raffarþegaflug innanlands.

2030 Jarðefnaeldsneytislausar landssamgöngur.

2030 Jarðefnaeldsneytislausar sjósamgöngur.

2035 Jarðefnaeldsneytislaus fiskiskipafloti.

2035 Jarðefnaeldsneytislaust millilandaflugs.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Tengt efni

Setjum skýr markmið um að Íslandi verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2035. Til þess að komast þangað þarf að feta sig áfram með markvissum hætti á næstu árum, landvernd.is

Tillögur frá nokkrum hópum Landverndar um aðgerðir í Loftslagsmálum

Grípa þarf til aðgerða í loftslagsmálum og það strax! Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem fram hafa komið á vettvangi Landverndar.

Kolefnisspor mælir áhrif lífsstíls manna eða ríkja á magn kolefnis í andrúmslofti. Húsnæði, samgöngur og fæðuval hafa mikil áhrif á kolefnisspor okkar, landvernd.is

Kolefnisspor

Kolefnisspor mælir áhrif lífsstíls manna eða ríkja á magn kolefnis í andrúmslofti. Húsnæði, samgöngur og fæðuval hafa mikil áhrif á kolefnisspor okkar.

No products were found matching your selection.

Nýlegar umsagnir

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Neyðarástand í loftslagsmálum

Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Stjórn Landverndar styður tillöguna í einu og öllu, enda er …

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Neyðarástand í loftslagsmálum

Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Stjórn Landverndar styður tillöguna í einu og öllu, enda er …

Lesa meira
Þjórsárver eru hjarta landsins. Einstakt votlendi þar sem samspil elds og ísa er augljóst. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Starfshópur um friðlýst svæði – athugasemdir Landverndar

Um forsendur samantektarinnar segir að um sé að ræða „samantekt á lykilþáttum og áskorunum sem fram komu hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund hópsins …

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top