Hafralónsá er í hættu. Kynntu þér Náttúrukortið. landvernd.is
Hafralónsá er í hættu vegna virkjunaráforma. Ljósmynd: Erla Guðný Helgadóttir.

Hafralónsá er dragá sem á upptök sín í Heljardalsfjöllum og rennur 40 km um gljúfur, hamra og ósnortið heiðaland til sjávar í Lónafjörð, austast í Þistilfirði.

Fræg veiðiá

Lax og bleikja ganga í ánni en er hún fræg veiðiá.

Virkjunaráform

Hafralónsá – Neðra þrep

Með neðra þrepi fyrirhugaðrar virkjunar yrði stóru svæði á heiðum Þistilfjarðar raskað og mikið land færi undir lón. Auk vatnasviðs Hafralónsár yrði vatnasviði Svalbarðsár, Sandár, Hölknár og Miðfjarðarár sem rennur í Bakkaflóa raskað með tilheyrandi veglagningu, háspennulínum aðrennslisskurðum, stíflum og u.þ.b. 12 stærri og minni lónum. 

Hafralónsá – Efra þrep

Efra þrep fyrirhugaðrar virkjunar gerir ráð fyrir þremur stíflum ofarlega á vatnasviði Hafralónsár, sunnan Stakfells. Hafralón yrði stækkað til muna og rask á hálendi Hafralónsár yrði umtalsvert með stíflum, háspennulínum, vegum, aðrennslisskurðum, göngum og lónum.

 

Kverká - neðan fyrirhugaðrar stíflu. Kynntu þér Náttúrukortið á Landvernd.is
Kverká - neðan fyrirhugaðrar stíflu. Ljósmynd: Erla Guðný Helgadóttir

Hefur þú upplýsingar um svæðið sem þú vilt deila með öðrum?

Sendu línu á natturukortid (hjá) landvernd.is

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is