seydisfjordur, landvernd.is

Hlustum á vilja íbúa á Seyðisfirði – Umsögn vegna svæðisskipulags Austurlands

Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.

Við höfum skilað inn umsögn um kynningu á svæðisskipulag Austurlands. Umsögnina má finna í heild sinni neðst í greininni.

Háleit markmið sem stangast á við áform

Stjórn Landverndar fagnar að sveitarfélög sýna í stefnu vilja til að vinna með áætlanir á borð við Heimsmarkmiðin, Landskipulag og græna Evrópusáttmálann. En það er jafn mikilvægt að brýna fyrir þeim sem flagga ýmsum umhverfisvísum í stefnu sinni, að fyrir liggi grundvallar skilningur þeirra sem skreyta sig með jafn háleitum markmiðum.

Því fylgir mikil ábyrgð að flagga háleitum markmiðum og hugtökum í Svæðisskipulagi. Það verkur strax vonir um að til staðar sé framtíðarsýn um nýtingu auðlinda á landi sem í sjó verði í samræmi við þau háleitu markmið. Á Austurlandi lítur stjórn Landverndar sérstaklega til áforma um orkuvinnslu, fiskeldi og fl. sem sannarlega ganga á gæði og nýtingu umhverfis. Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.

Íbúar á Seyðisfirði

Landvernd telur margt gott í kynningu á svæðisskipulagi Austurlands eins og eflingu friðlýstra svæði, markmið um fjölbreyttan ferðamáta og verndun hálendis Austurlands. Þessu verður þó að fylgja eftir í verki og áform um enn meiri orkufrekan iðnað, raforkuframleiðslu og fiskeldi samræmast því ekki. Þá er mikilvægt að hlusta á og virða vilja íbúa til dæmis á Seyðisfirði sem leggjast gegn fiskeldi í firðinum.

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top