seydisfjordur, landvernd.is

Hlustum á vilja íbúa á Seyðisfirði – Umsögn vegna svæðisskipulags Austurlands

Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.

Við höfum skilað inn umsögn um kynningu á svæðisskipulag Austurlands. Umsögnina má finna í heild sinni neðst í greininni.

Háleit markmið sem stangast á við áform

Stjórn Landverndar fagnar að sveitarfélög sýna í stefnu vilja til að vinna með áætlanir á borð við Heimsmarkmiðin, Landskipulag og græna Evrópusáttmálann. En það er jafn mikilvægt að brýna fyrir þeim sem flagga ýmsum umhverfisvísum í stefnu sinni, að fyrir liggi grundvallar skilningur þeirra sem skreyta sig með jafn háleitum markmiðum.

Því fylgir mikil ábyrgð að flagga háleitum markmiðum og hugtökum í Svæðisskipulagi. Það verkur strax vonir um að til staðar sé framtíðarsýn um nýtingu auðlinda á landi sem í sjó verði í samræmi við þau háleitu markmið. Á Austurlandi lítur stjórn Landverndar sérstaklega til áforma um orkuvinnslu, fiskeldi og fl. sem sannarlega ganga á gæði og nýtingu umhverfis. Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.

Íbúar á Seyðisfirði

Landvernd telur margt gott í kynningu á svæðisskipulagi Austurlands eins og eflingu friðlýstra svæði, markmið um fjölbreyttan ferðamáta og verndun hálendis Austurlands. Þessu verður þó að fylgja eftir í verki og áform um enn meiri orkufrekan iðnað, raforkuframleiðslu og fiskeldi samræmast því ekki. Þá er mikilvægt að hlusta á og virða vilja íbúa til dæmis á Seyðisfirði sem leggjast gegn fiskeldi í firðinum.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.