Hofsstaðaskóli vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun hér á landi

Grænfánaskólinn Hofsstaðaskóli vann í keppni gegn matarsóun, landvernd.is
Vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun var 6. bekkur Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Baráttan gegn matarsóun hófst þann 11. nóvember á hinni samnorrænu námsgátt Norrænu félaganna, nordeniskolen.org.

Vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun var 6. bekkur Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Hofsstaðaskóli er að sjálfsögðu Grænfánaskóli og hefur verið þátttakandi í verkefninu frá árinu 2005. Hér á landi tóku 120 bekkir þátt í Baráttunni gegn matarsóun í 21 skóla. Fulltrúar Landverndar sátu í ráðgjafahópi verkefnisins á Íslandi og sáu um samskipti við Grænfánaskóla.

Baráttan gegn matarsóun hófst þann 11. nóvember á hinni samnorrænu námsgátt Norrænu félaganna, nordeniskolen.org. Þann dag, sem er einmitt Norræni loftslagsdagurinn, fengu allir skólar á Norðurlöndum aðgang að námsefni um Norrænar auðlindir og hráefni. Bekkirnir sem skráðu sig til leiks í áskorunina völdu sér eina viku þar sem dagleg matarsóun bekkjarins var vigtuð og skráð með það að markmiði að minnka sóunina yfir tímabilið. Baráttan er önnur umferð Norrænu loftslagsáskoruninnar sem var hleypt af stokkunum þann 11. nóvember árið 2014. 

Hægt er að kynna sér efnið nánar á nordeniskolen.org.