Tungnaá rennur úr Tungaárjökli um fjölbreytt landslag
Hrauneyjagljúfur

Tungnaá rennur úr vestanverðum Vatnajökli. Áin rennur frá sporði Tungnaárjökuls um svarta sanda, meðfram móbergshryggjum, mosabreiðum og eldstöðvum og því má segja að náttúrufar umhverfis Tungnaá sé merkilegt á heimsvísu. Eitt stærsta raforkuver landsins, Hrauneyjafossstöð, er eitt þriggja raforkuvera sem virkja Tungnaá. Hrauneyjafossstöð stendur í jaðri hálendisins á Sprengisandsleið. Stíflur eru 1,5 km ofan við Hrauneyjarfoss og u.þ.b. 5 km neðan við Sigöldustöð og mynda þær 8,8 km² dægurmiðlunarlón. Frá lóninu liggur 1 km aðrennslisskurður í norður um lægð í Fossöldu að inntaki við norðurbrún öldunnar og þaðan pípur að stöðvarhúsi. Frárennslisskurður er rúmlega kílómeter að lengd og liggur út í Sporðöldukvísl sem rennur í Tungnaá. Virkjunin er með uppsett afl 280 MW.

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is