Undirbúum nemendur í dag fyrir áskoranir framtíðarinnar
Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.
Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða.
Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig.
Við eigum aðeins eina plánetu. Við höfum engan annan staða til að fara á. Ef við nýtum sköpunarkraft okkar vel þurfum við ekki að fara neitt annað. Ef við pössum upp á plánetuna okkar og hvort annað, þá er allt sem við þörfnumst einmitt hér.
Sir. Ken Robinson
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning veitt skólum sem vinna að menntun til sjálfbærni.
Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni. Það sem einkennir gæðaskóla á grænni grein, er að þeir hafa þessi atriði að leiðarljósi í skólastarfinu.
Nemendur í brennidepli
Nemendur hafa áhrif á námið og viðfangsefni. Notast er við leitaraðferðir (inquiry based learning og problem based learning) og eru nemendur virkir í eigin námi.
Þess er gætt að nemendur hafi rödd, beri ábyrgð og leiti lausna við verkefnavinnu.
Valdefling og geta til aðgerða
Nemendur takast á við raunveruleg áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif.
Þverfagleg verkefni og fjölbreyttar aðferðir
Nemendur takast á við þverfagleg viðfangsefni og nota kennarar til þess fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir.
Tengin við nærsamfélagið - Grenndarhugsun
Námið og viðfangsefni eru tengd heimabyggð. Litið er til nærumhverfis, menningararfs, og fjölmenningar. Verkefni eru unnin í samstarfi við stofnanir og fólk í samfélaginu.
Hnattræn vitund - lýðræðismenntun
Vinnum heima með heiminn í huga. Unnið er að aukinni meðvitund um að við lifum í þessum heimi og aðgerðir í heimabyggð hafa áhrif á kjör og aðstæður fólks í annarsstaðar í heiminum. Áhersla er lögð á mannréttindi, frelsi og jöfnuð.
Umbreytandi nálgun - breytum kerfinu
Námið breytir skilningi okkar á möguleikum mannkyns í framtíðinni. Við veltum fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum og skoðum á gagnrýninn hátt hvað það er sem hefur komið okkur í þessa stöðu og finnum nýjar leiðir sem leiða til sjálfbærni.
Upplýsa og fræða aðra
Skólinn, nemendur og starfsfólk miðlar upplýsingum um sjálfbærni og segir frá verkefnum sínum.
Ígrundun og mat
Skólar meta stöðu mála í skólanum og setja sér markmið og aðgerðaáætlun í átt að sjálfbærni.
Hvernig innleiðum við þessi vinnubrögð í skólann?
Heimsmarkmið 4.7
Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðannaHeimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna