Á meðan losun koltvíoxíðs á hvern íbúa í ESB ríkjunum hefur farið lækkandi hefur losun Íslendinga hækkað nokkuð hratt undanfarin ár. Ísland trónir nú á toppnum yfir losun koltvíoxíðs innan ESB.
En þó að Íslendingar mengi mikið miðað við höfðatölu þá útskýrir losun heimila aðeins um 10 % losunar Íslands. Framleiðsla málma og flugsamgöngur eru þær iðngreinar sem menga langsamlega mest á Íslandi.
Þó að notast sé við íslenskt “grænt” rafmagn í stóriðjunni hér á landi þá þarf að flytja inn öll ógrinnin af trékurli, kolum og hráefni til að framleiða málma.
Mengun er það þegar ákveðin efni flæða út í umhverfið í því magni að þau valdi skaða.
Mengun er það þegar ákveðin efni flæða út í umhverfið í því magni að þau valdi skaða. Efnin sem slík eru ekki öll mengandi þegar þau eru í litlu magni, en þegar styrkur þeirra í umhverfinu er of mikill geta efnin valdið tjóni á heilsu fólks, dýrum, plöntum og óhreinkað vatnið, landið og loftið á jörðinni.
Efni sem menga geta verið margskonar. Sum eru sýnileg eins og plast og olía en erfitt er að sjá efni í lofti eða örplast með berum augum.