Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Í ánni er frægasti foss landsins, Gullfoss en þangað koma ótal ferðamenn ár hvert til þess að bera stórkostlegan fossinn augum. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Fyrirhugðuð virkjun er í Hvítá við Bláfell með uppsett afl allt að 89 MW. Áin yrði stífluð ofan við fossinn Ábóta og Hvítárvatn notað sem miðlunarlón. Stöðvarhús yrði við Fremstaver suðvestan við Bláfell. Verulegar breytingar yrðu á rennsli neðar í ánni og þar með á rennsli í Gullfossi en einnig í gljúfri við Bláfell og Bláfellshólma. Stór votlendissvæði færu undir vatn m.a. í Ábótaveri.
Hvítá og Jökulkvísl í Árnessýslu
Í Hvítá og Jökulkvísl (Jökulfalli) í Árnessýslu eru hugmyndir um sex virkjanir, en þær eru Búðartunguvirkjun, Haukholtsvirkjun, Vörðufellsvirkjun og Hestvatnsvirkjun sem falla í biðflokk, og Gýgjarfossvirkjun og Bláfellsvirkjun sem falla í verndarflokk. Tvær síðasttöldu virkjunarhugmyndirnar eru hvað umdeildastar þar sem virkjað yrði ofan við Gullfoss sem gæti haft mikil áhrif á rennsli hans.
Fjöldi náttúruminja er á vatnasviði Hvítár, meðal annars Hvítárvatn og Hvítárnes, Hvítárgljúfur, Pollengi, Tunguey og Höfðaflatir. Friðlýstar minjar eru Þórarinsstaðir, Laugahvammur, Búðarárbakki og Tjarnarrústin.
Í náttúruverndaráætlun 2004-2008 lagði Umhverfisstofnun fram tillögur að friðlýsingu Hvítárvatns, Hvítárness og Karlsdráttar og Brúarár, Skálholtstungu og Höfðaflata. Skálholtstunga og Höfðaflatir eru lítt röskuð votlendi við Hvítá. Pollengi og Tunguey eru votlendi og eru þau afar mikilvæg fyrir fugla og gróðurfar, en flest votlendissvæði Suðurlands eru mikið röskuð eða alveg framræst.
Nauðsynlegt er talið að halda einnig vatnasviði Hvítár neðan Gullfoss óvirkjuðu (Haukholt, Vörðufell, Hestvatn og Selfoss), meðal annars vegna margra mikilvægra fuglasvæða sem tengjast Hvítá, til dæmis ósasvæði Ölfusár. Að auki er áin notuð til flúðasiglinga. Einnig gæti virkjun við Selfoss haft áhrif á fiskgengd í Hvítá og gríðarstórt vatnasvið hennar.
Umhverfi
Hvítá í Árnessýslu er jökulá sem á uppruna sinn í Langjökli.
Áin Sogið rennur saman við Hvítá við Öndverðanes og myndar Ölfusá. Samanlögð lengd Hvítár frá upptökum til ósa Ölfussár er 185 km sem gerir hana að þriðju lengstu á landsins.
Hvítá rennur í Gullfoss og Hvítárgljúfur sem bæði eru friðlönd. Einnig er austurbakki Hvítárgljúfurs, Hvítárvatn, Hvítárnes og Fróðarárdalir á Náttúruminjaskrá og rústir eyðbýlisins á Hvítárnesi á Fornminjaskrá.
Virkjunarhugmyndir
Hugmyndir hafa verið um að virkja Hvítá við Lambafell norðaustan við Bláfell á Kili, skammt neðan ármóta Hvítár og Jökulkvíslar (Jökulfalls). Bláfellsvirkjun er áætluð 76 MW að afli en virkjun myndi hafa áhrif á rennsli Gullfoss, jarðminjar, landslagsheildir og vatnafar svæðisins.