Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni og óhindrað til sjávar.
Gullfoss í Hvítá

Hvítá er þriðja lengsta á landsins og rennur hún úr Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Í ánni er frægasti foss landsins, Gullfoss en þangað koma ótal ferðamenn ár hvert til þess að bera stórkostlegan fossinn augum. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Búðartunguvirkjun yrði 27 MW rennslisvirkjun í Hvítá með stöðvarhús og frárennslisskurð aðeins 1,3 km ofan við Gullfoss. Gert er ráð fyrir um 7,0 km2 lóni ofan við Búðartungu sem myndi eyða grónu landi bæði við Grjótá á Biskupstungnaafrétti og með Stangará á Hrunamannaafrétti og m.a. kaffæra þann stað sem fornbýlið Stangarnes er talið hafa staðið.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is