Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni og óhindrað til sjávar.
Hestfjall og Hestvatn við Hvítá

Hvítá er ein lengsta á landsins en hún á upptök sín í Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Hestvirkjun kemur í stað Hestvatnsvirkjunar en ný áform gera ekki lengur ráð fyrir að Hestvatn verði nýtt sem miðlunarlón. Hestvatnsvirkjun var í biðflokki í 2.áfanga rammaáætlunar en fékk ekki umfjöllun í öllum faghópum. Stíflun Hestvirkjunar yrði upp við Hestfjall með frárennslisgöngum í gegnum fjallið og út við Brunastaðaflatir. Lón myndi liggja meðfram Hestfjalli, upp með farvegi Hvítár að Vörðufelli og inn á Skálholtstungu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vill að virkjunin verði færð í verndarflokk en áhrifasvæði virkjunarinnar yrði umfangsmikið og næði yfir langan kafla á farvegi Hvítár. Uppsett afl Hestvirkjunar er 34 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is