Jóhannes er ritari Landverndar. Hann er menntaður líffræðingur frá Háskóla Íslands og stundar meistaranám í líffræði við sama skóla. Auk þess að stunda rannsóknir við Háskóla Íslands hefur hann kennt þar grasafræði, dýrafræði, vistfræði og erfðafræði.
Sem líffræðingur hefur hann stundað rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi með sérstaka áherslu á birkiskóga. Á vef Landverndar má lesa tvær stuttar greinar eftir hann um það efni, Leynilegt bandalag plantna og Birki á Íslandi. Í HÍ. Hann hefur góða reynslu af fræðslu- og miðlunarverkefnum um lífríki, náttúruvernd og loftslagsmál.
Jóhannes starfar á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Hann er fulltrúi Landverndar í stjórn Kolviðar.
Áherslur Jóhannesar í stjórn eru málefni líffræðilegs fjölbreytileika og bætt samstarf milli aðila í náttúruvernd, sérstaklega við ungt fólk.