Hverabotn er háhitasvæði sem liggur í hjarta Kerlingarfjalla, undir Mæni.
Hverabotn

Hverabotn er háhitasvæði sem liggur í hjarta Kerlingarfjalla, undir Mæni. Þar eru kraftmiklir hverir í 950-1000 m hæð yfir sjávarmáli. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins en þeim fylgja gjarnan mikil háhitasvæði. Svæðið er því einstakt á heimsvísu vegna jarðfræðilegrar sérstöðu sinnar og ósnortinnar náttúru. Hverabotn er ein fjögurra hugmynda um virkjanir á Kerlingarfjallasvæðinu, en hver hugmynd um sig er talin geta myndað 49 MW með virkjun jarðhita. Tilheyrandi blásandi borholur og affallslón myndu gerbreyta ásýnd Kerlingarfjalla og hafa áhrif víða um hálendið auk þess sem háspennulínur yrðu líklega lagðar norður eða suður Kjöl. Allar fjórar virkjunarhugmyndirnar á Kerlingafjallasvæðinu eru í verndarflokki.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is