Þriggja daga gönguferð 6. – 8. ágúst 2020 um land í hættu.
Eitt af best geymdu leyndarmálum í náttúru Íslands er hin stórkostlega fossasinfónía í botni Djúpárdals í Fljótshverfi. Þar steypist hið vatnsmikla jökulfljót Djúpá fram í mikilfenglegum fossum og fellur saman við blátærar og syngjandi bergvatnsár sem flæða upp úr úfnu hrauninu.
Á þessu svæði eru uppi áform um að reisa virkjun en vatnasvið Djúpár er í verndarflokki í rammaáætlun.
Þátttakendur koma sér sjálfir að Núpum í upphafi ferðar. Gist er í tjöldum í tvær nætur og farangur trússaður á milli næturstaða. Þessi fræðslu- og gönguferð er farin í samstarfi við Landvernd og Eldvötn, samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi.
Brottför/Mæting
Kl. 13 frá Núpum í Fljótshverfi
Fararstjórn
Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir og Tryggvi Felixson.
Innifalið
Trúss og fararstjórn