Land í hættu – Hagavatn

Hagavatn við Langjökul. Einstakt svæði sem er ennþá í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í hjarta landsins, landvernd.is
28. júní 2020. Dagsferð um svæði í hættu. Hagavatn og svæðið í kring er ennþá í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í hjarta landsins.

Þann 28. júní 2020 fer fram Fræðslu- gönguferð um Hagavatn í samstarfi við Ferðafélag Íslands. 

Svæðið við Hagavatn er ægifagurt og hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Bæði hafa jökulhlaup mótað og breytt landslaginu og svo bendir ýmislegt til þess að svæðið hafi áður verið algróið og víða þakið birkikjarri. 

Í þessari dagsferð er svæðið skoðað, hugað að landmótuninni og farið yfir virkjunaráform á svæðinu og hvaða áhrif þau kynnu að hafa á landslag og náttúru en svæðið er í biðflokki í rammaáætlun.

Farið er með rútu að Gullfossi og þaðan um svokallaðan línuveg sunnan Langjökuls (F338) að Mosaskarðsfjalli. Hér er víðsýnt og gott að átta sig á náttúrufari og landsháttum. 

Boðið er upp á styttri og lengri gönguleiðir frá Mosaskarði, yfir göngubrú á Farinu og að skála FÍ við Einifell. Þar bíður rútan sem ekur að Farinu þaðan sem gengið er að Hagavatni við Nýjafoss. Áætluð koma aftur til Reykjavíkur er um kvöldmatarleytið. 

Fræðslu- og gönguferð í samstarfi við Ferðafélag Íslands

Brottför/Mæting

Kl. 8 með rútu frá FÍ

Fararstjórn

Sveinn Runólfsson, Ólafur Örn Haraldsson og Tryggvi Felixson. 

Innifalið

Rúta og fararstjórn

Skráning fer fram á vef Ferðafélags Íslands.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd