Land í hættu – Reykjanes

Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu, landvernd.is
Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu

Grænadyngja og Trölladyngja eru brött móbergsfjöll vestan við Sogin, umlukt ungum gossprungum, háhitasvæðum og mikilli litadýrð. Svæðið er í biðflokki í rammaáætlun en virkjanaáform gera ráð fyrir orkuveri á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju. Rannsóknir hafa þegar valdið miklu raski og alvarlegum skemmdum á viðkvæmu svæði sem er að stærstum hluta innan Reykjanesfólkvangs og að nokkru leyti á náttúruminjaskrá. 

Ferðin byrjar á fyrirlestri í risinu fyrir ofan skrifstofur FÍ þar sem farið verður yfir fyrirliggjandi áform um virkjanir á Reykjanesskaga í máli og myndum. Síðan er ekið með rútu að Djúpavatni þaðan sem gengið er í um 5 km hring upp að Grænudyngju og um hin litríku Sog. 

Fræðslu- og gönguferð í boði Landverndar. 

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina.

Brottför/Mæting

1. júní 2020 Kl. 13 í risi FÍ

Fararstjórn

Tryggvi Felixson. 

Innifalið

Fararstjórn og rúta

Skráningu er lokið. 

Tengt efni

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd