Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal á Austurlandi skammt neðan við áformað miðlunarlón - fossar munu hverfa! Ljósmynd: Andrés Skúlason

Landvernd á Austurlandi, ný starfsstöð á Egilsstöðum

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd hefur opnað nýja starfsstöð á Egilsstöðum. Guðrún Schmidt, sérfræðingur í sjálfbærnimenntun er starfmaður Landverndar og sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein.

Það er mikilvægt fyrir náttúruvernd á Íslandi að styrkja tengsl náttúruverndarsamtaka og heimamanna sem þekkja svæðin og hafa góða innsýn í nærsamfélagið. Það er því mikill fengur fyrir Landvernd og Austurland að samtökin hafi opnað nýja starfsstöð á Austurlandi. Guðrún Schmidt, sérfræðingur í sjálfbærnimenntun, hefur verið ráðin á þessa nýju starfsstöð og er með aðsetur á Egilsstöðum, á Vonarlandi/Tjarnarbraut 39b.

Guðrún er ráðin sem sérfræðingur við verkefnið Skólar á grænni grein (grænfánaverkefnið) sem rekið er af Landvernd en á þriðja tug skóla á öllum skólastigum eru þátttakendur í verkefninu á Austurlandi. Staðsetning Guðrúnar gefur skólunum á Austurlandi tækifæri til að hafa greiðan aðgang að sérfræðingi og getur aukið þjónustustigið við grænfánaskóla á svæðinu.

Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein, landvernd.is

Guðrún Schmidt

Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein. Hún hefur aðsetur á Egilsstöðum.

Hafa samband →

Hluti af verksviði Guðrúnar er námsefnisgerð með áherslu á hvernig beita megi sjálfbærnimenntun við kennslu um loftslagsbreytingar og hnignun lífbreytileika. Stefnt er að útgáfu námsefnisins fyrir lok ársins 2021 í samstarfi við Menntamálastofnun. Guðrún mun einnig sinna endurmenntun kennara og fræðslu til nemenda á öllum skólastigum um málefnið.

Auk starfa innan Skóla á grænni grein mun Guðrún vera almennur tengiliður Landverndar á Austurlandi. Þetta veitir samtökunum betri innsýn í náttúruverndarmál á Austurlandi og gefur færi á að styrkja tengsl og starfsemi Landverndar við svæðið og Nattúruverndarsamtök Austurlands NAUST.

Íbúar Austurlands hafa þar með greiðari aðgang að samtökunum og þeim mikilvægum verkefnum sem Landvernd innir af hendi.

Hér með eru skólar og íbúar Austurlands boðnir velkomir til þess að nýta sér þennan vettvang og framboð af fræðslu og verkefnum. Hægt er að hafa samband við Guðrúnu í gegnum netfangið gudrun(hjá)landvernd.is og í síma 847-2939.
Opnunartími skrifstofunnar eru öllu jöfnu milli kl 9 og 16 mánudags til fimmtudags.

Landvernd eru regnhlífasamtök náttúruverndarsamtaka um allt land, meðal annars NAUST. Félagar í Landvernd eru búsettir um allt land og er dreifing félagsmanna nokkurn veginn í samræmi við búsetudreifingu landsmanna. 

Ljósmynd:  Náttúra í hættu! Fossasyrpa í Geitdalsá. Búið er að virkja ána á teikniborðinu en Geitdalsvirkjun myndi fylgja mikið rask með lónum, vegagerð og fleiru. Virkjanamannvirkið á að vera kílómetra langt og á hæð við fimm hæða hús en samt skilgreind sem “smá”virkjun!?  Ljósmynd: Andrés Skúlason.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top