Gjástykki, landvernd.is

Landvernd sendir frá sér umsögn um rannsóknarboranir í Gjástykki

Landvernd hefur gert ítarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki. Samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og telja mikla hættu á að ef af þeim verður, sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

Landvernd hefur gert ítarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki. Samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og telja mikla hættu á að ef af þeim verður, sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

Í athugasemdunum bendir Landvernd á að markmið framkvæmdarinnar sé óljóst þar sem tölulegar upplýsingar vanti um þann árangur sem að er stefnt. Ennfremur að í frummatsskýrslu sé hvergi gerð skýr grein fyrir niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á jarðfræði svæðisins og einnig sé óásættanlegt að ekki eigi að færa svæðið í upprunalegt horf verði ekki af frekari framkvæmdum.

Landvernd átelur í greinargerð þau vinnubrögð að hvergi sé fjallað heildstætt um jarðfræði svæðisins eða gerð grein fyrir þeirri landslagsheild sem við blasir á eldsumbrotasvæðinu. Með þessu móti sé dregið úr mikilvægi svæðisins og kostum þess sem útivistar- og ferðamannaparadísar og lykilhlutverki í íslenskum eldfjallafræðirannsóknum.
Landvernd gagnrýnir ennfremur að Skipulagsstofnun hafi auglýst frummatsskýrslu án þess að fylgja eftir fyrri kröfu um að jarðmyndanir skuli settar í heildarsamhengi. Þau vinnubrögð að fjalla einungis um einstaka jarðmyndanir gefi ekki rétta mynd af jarðfræði og verndargildi svæðisins.

Í greinargerð Landverndar er náttúrufari Gjástykkis lýst en þar segir m.a.:
„Gjástykki er sigdæld norðantil í sprungurein Kröflueldstöðvarinnar. Þar er lítið jarðhitasvæði sem var að mestu kulnað þegar Kröflueldar hófust 1975. Svæðið lifnaði mikið í Kröflueldum en jarðhitinn hefur dvínað mikið síðan. Frá Leirhnjúk norður í Gjástykki er sprungureinin þakin hraunum frá Kröflueldum og víða má sjá hvernig hraunin hafa runnið yfir sprungur og ofan í þær. Svæðið er skólabókardæmi um gliðnun landsins og þar má glöggt sjá hvernig nýtt land verður til í skarðinu sem myndast þar sem Norður-Ameríkuflekann rekur frá Evrasíuflekanum. Hvergi á Íslandi sjást þessir hlutir betur og það gerir Gjástykki einstætt frá jarðfræðilegu sjónarmiði, bæði á landsvísu og á heimsvísu. Í Kröflueldum (1975-1984) var í fyrsta sinn í heiminum fylgst með gliðnunarhrinu í eldstöðvakerfi á flekaskilum þar sem atburðurinn var allur vaktaður. Þar var fylgst með landsigi og landrisi, gliðnun mæld, fylgst með kvikuhlaupum á jarðskjálftamælum og spáð fyrir um einstök eldgos. Ómetanleg jarðfræðileg, vísindasöguleg og menningarsöguleg verðmæti er fólgin í þessum þætti í myndunarsögu Íslands. Jafnframt er fræðslugildi svæðisins ómetanlegt. Ekki síst frá þessu sjónarmiði er allt rask í Gjástykki mjög óæskilegt og það á reyndar við um allt svæðið frá Leirhnúk norður í Kelduhverfi.

Það er mat Landverndar að stefna eigi að friðun svæðisins norður af Kröflu í stað þess að spilla því með ótímabærum og lítt ígrunduðum áformum um raforkuver í Gjástykki.“

Landvernd gagnrýnir að lítt sé stuðst við lykilheimildir um jarðfræði svæðisins í frummatsskýrslunni og bendir í því sambandi á umfjöllun Kristjáns Sæmundssonar um jarðhita í Kröflukerfinu. Í riti um Náttúru Mývatns segir Kristján m.a.:
„Í Gjástykki heita Hrútafjallahitur og Hituhólar. Þar hefur verið jarðhiti. Árin næstu fyrir Kröfluelda sáust hans þó lítt eða ekki merki. Líklega hafa gufur komið þar upp í Mývatnseldum og eimt af þeim fram á þessa öld. Í Kröflueldum urðu þarna mikil umskipti. Í tengslum við kvikuhlaupin á árunum 1976-78 urðu til allmörg gufusvæði. Á sumum opnuðust síðar gossprungur. Sum hjöðnuðu fljótlega, en önnur huldust hrauni þar sem enn rýkur þó upp úr. Flest hafa haldist fram á þennan dag. Gufurnar leggur upp úr gjám og gljúpu hrauni. Gróður drapst þar í kring og urðu til flög. Talsverð ummyndun sást og útfellingar, og kemur enn fram eftir að nýju hraunin runnu yfir. Hiti í gufum þessum var yfir 80°C þar sem aðhald var að opnum. Gufurnar ná yfir 6 km langan kafla, frá dyngjugígnum í Gjástykkisbungu í suðri norður á móts við norðurenda Hrútafjalla [….]. Orsök gufuflæðisins í Gjástykki er líkast til kvikan sem þangað hljóp í ófá skipti milli 1975 og 1980. Hún hefur komist í snertingu við grunnvatn og valdið suðu í því og uppstreymi hér og þar. Ef að líkum lætur mun gufuútstreymið dvína þegar frá líður og gangarnir sem mynduðust við kvikuhlaupin kólna.“
Kristján Sæmundsson 1991: Jarðfræði Kröflukerfisins. (Náttúra Mývatns: Ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson, bls. 24-95. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík.)

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.