Vefurinn matarsóun í skólum var unninn af nemendum frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Þau Helga Laufey, Hjörtur Snær, Lingný Lára, Jóna Kristín og Sesselja vildu vekja athygli fólks á matarsóun í skólum á Íslandi.
Verkefnið komst í undanúrslit Ungs umhverfisfréttafólks árið 2021 og hlaut annað sæti í samkeppni Landverndar. Á vefnum má finna fróðlegar upplýsingar og staðreyndir um matarsóun. Þar kemur meðal annars fram að:
- Matarsóun í grunskólum hér á landi er mun meiri heldur en í nágrannalöndum eins og Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.
- Á Íslandi er börnum skammtaður matur, sem veldur því að of mikið fer á diskinn.
- Helsti maturinn sem börn henda er meðlæti og kornvörur t.d kartöflur, hrísgrjón, bygg, kúskús og brauð.
Að mati fjölmiðladómnefndar er vefurinn einstaklega flottur.
Hér tekst að koma réttu magni af upplýsingum á framfæri um mikilvægt málefni á valdeflandi hátt.
Dómnefnd Ungs umhverfisfréttafólks
Fjögur ráð við matarsóun
Nemendurnir deildu fjórum ráðum til þess að forðast matarsóun:
- Að skipuleggja innkaupin vel. Ef þú kannt að skipuleggja þig vel ættir þú að getað keypt passlega mikið af mat inn á heimilið þitt. Gott er að gera matarplan fyrir t.d. kvöldmat út vikuna svo það er léttara fyrir þig að kaupa inn mat. Út frá matarplaninu getur þú farið í búð með góðann lista og þá kaupir þú ekki of mikið af óþarfa.
- Að borða afganga. Ef þú eldar óvart of mikið í kvöldmat er mjög sniðugt að borða afgangs kvöldmat í hádeginu daginn eftir. Einnig ef aftur er byrjað að tala um skipulag er mjög sniðugt að elda smá meira en þarf á kvöldin og vera búin að ákveða að borða það í hadeginu daginn eftir því það sparar t.d. rafmagn vegna þess að annars þyrftir þú einnig að elda þér hádegismat.
- Að raða vel í ísskápinn. Ef illa er raðað er mikil hætta á því að matur sem er að renna út vegna dagsetningar endi aftast og það leiðir að því að það þarf að henda honum. Þetta er mikilvægast þegar það kemur vörum sem skemmast léttilega.
- Huga að því að síðasti söludagur er ekki síðasti notkunardagur. Síðasti söludagur er í raun einungis dagurinn sem varan þarf að hætta í sölu en ekki í notkun. Sama þó að síðasti notkunardagur er liðinn á vöru er best að nota nefið.
Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum.

Varðliðar umhverfisins árið 2016
Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2016! Verðlaunin fá þau fyrir ljósmyndaverkefni sem allir nemendur skólans, í 3. – 10. bekk, unnu sameiginlega í tveggja daga gönguferð um Loðmundarfjörð.

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin
Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Misskilningur eða áform um 600.000 tonna álver?
Fjölmörg gögn benda til þess að til þess að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri álvera þurfi framleiðslugetan að vera mun meiri en gert er ráð fyrir í áformum við Húsavík og í Helguvík. Ummæli Thorsteins Dale Sjötveit, aðstoðarforstjóra Hydro, fela í sér enn eina vísbendinguna um þetta. Í Speglinum á Rás 2 sagði Thorstein. …

Tísku áhrifavaldar
Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum
Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ákvarðanir vinni út frá hagsmunum þjóðarinnar og láti umhverfi og náttúru njóta vafans.

Fyrsta ferð sumarsins 29. maí – Reykjanes, Reykjanestá og Gunnuhver
Undanfarin sumur hefur Landvernd ferðast um jarðhitasvæði, ásamt fríðu föruneyti ferðafélaga og sérfróðra leiðsögumanna. Í sumar ætla samtökin að bjóða aftur upp á ferðir í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Fyrsta ferðin verður farin um Reykjanes undir traustri leiðsögn Kristjáns Jónassonar sviðsstjóra jarðfræðideildar Náttúrufræðistofnunar.


