Hvatningarátak Landverndar og Grænfánans

Nægjusamur nóvember

Með nægjusemi er hægt að öðl_ast ýmis_legt dýr_mætt eins og frelsi, frí_tíma og orku til að verja í það sem er mik_il_vægt og veitir ham_ingju (1)


Hvað er nægjusamur nóvember

Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Í nóvember ætlum við að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum sem flest að vera með!
Þessi vefur mun taka breytingum því lengra sem líður á mánuðinn. Hér munu birtast upplýsingar um viðburði, greinaskrif, fræðslu, verkefni fyrir vinnustaði og skóla o.fl.

Nægjusemi er

Jákvæð

Þau sem lifa nægju­sömu lífi fá sjaldan þá til­finn­ingu að þau skorti eitt­hvað, því nægjusemi er hugsunarháttur allsnægta.

Auðveld

Við njótum lífs­ins núna og eyðum ekki orku í að hugsa um að allt verði betra þegar við náum að eign­ast ákveðna hluti í fram­tíð­inni.

Valdeflandi

Nægju­semi er eitt af því öfl­ug­asta sem við sem ein­stak­lingar geta gert til þess að minnka vistsporið okkar.

Nauðsynleg

Við göngum minna á nátt­úr­una og á rétt núver­andi og kom­andi kyn­slóða á góðu lifi.

Greinar

Gnægtaborð alls
heimsins heima hjá mér

Guðrún Schmidt skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru. Lesa hér

Núvitund og nægjusemi færa okkur lífshamingju

Svar­ið við efn­is­hyggju og neyslu­áráttu sem tek­ur völd­in í sam­fé­lag­inu í að­drag­anda jóla felst í nú­vit­und og nægju­semi „Ham­ingj­an kem­ur inn­an frá,“ seg­ir Þuríð­ur Helga Kristjáns­dótt­ir nú­vit­und­ar­kenn­ari, í viðtali sem tekið var af Erlu Maríu Markúsdóttur hjá heimildinni, lesa hér

Hver verða lykil­gildin í næsta stjórnarsátt­mála?

Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, skrifaði grein um lykilgildi fyrir næsta stjórnarsáttmála í tilefni af kosningum og Nægjusömum nóvember, lesa hér

Ég vil hringrásarhagkerfi, takk!

Guðrún Óskarsdóttir formaður Náttúrverndarsamtaka Austurlands skrifaði grein um hringrásarhagkerfið í tilefni af Nægjusömum nóvember, lesa hér

Hugleiðing um nægjusemi

„Nægjusamur nóvember hefur kennt mér að tími með ástvinum sem fer í ekkert sérstakt og athygli sem beinist að þessu „hér-og-nú“ (en ekki öllu öðru mögulegu) færir undursamlega kyrrð.“ skrif­ar Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld, sjá hér

Rödd nærsamfélagsins um breytta neyslumenningu

Guðrún Schmidt tók saman helstu niðurstöður frá velheppnuðu Kynslóðaspjalli á Austurlandi, sjá hér

Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna

“Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar.”

Ósk Kristinsdóttir og Borghildur Gunnarsdóttir skrifuðu grein um hvernig megi iðka nægjusemi í útiverunni ásamt því að útbúa verkefni til að vinna úti í náttúrunni, hvort sem er ein, með fjölskyldu eða í skólahópum, sjá hér

föt í sjónum við Ghana

Já, þú neyðist líka til að vera þessi týpa

„Stað­reynd­in er sú að við er­um ekki kom­in á þann stað að geta tal­að um hringrás þeg­ar við er­um enn að kaupa svona mik­ið af nýj­um föt­um,“ skrif­ar Borg­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í menntateymi Land­vernd­ar.

Hún seg­ir ekki nóg að selja föt­in aft­ur held­ur þurfi neysl­an að minnka mik­ið, sjá hér

Nægjusamur nóvember – Að endur­stilla neyslu­menningu okkar

Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra?

Kynntu þér hvernig í upphafsgrein nægjusams nóvember 2024, sjá hér

Eldri greinar

Veljum nægjusemi alltaf

Veljum nægjusemi, ekki bara í nóvember heldur gerum hana að lífsstíl okkar alla daga.
Landvernd og Grænfáninn þakkar samstarfsaðilum og almenningi fyrir góðar undirtektir. Við mætum sterk til leiks að ári og höldum áfram að minna á nægjusemina! Lestu lokagrein átaksins 2023 hér

Hugvekja um nægjusemi

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur flutti hugvekju um nægjusemina á Hringrásarjólum 2023, samstarfsverkefni Landverndar, Grænfánans og Norræna hússins, lestu hugvekjuna hér

Hlutaveikin

Hugleiðingar Þorgerðar Maríu formanns Landverndar um nægjusemi. Þorgerður fjallar um áhrif tilboðsdaga á hegðun og líðan, líklega eitthvað sem margir kannast við. Greinina má lesa hér

Viðburðir

Er tenging milli nægjusemi og núvitundar?

Þann 28.nóvember ætlar Þuríður Helga Kristjánsdóttir, núvitundarkennari, að fjalla um tengslin á milli nægjusemi og núvitundar. Auk þess kennir hún okkur æfingar sem styrkja gildi eins og t.d. þakklæti og samkennd. Viðburðurinn er á fjarfundarformi nánari upplýsingar hér

Hringrásarjól – jólagjafaskiptimarkaður og silkiprent

Viðburðurinn er hluti af Aðventudagskrá Norræna hússins og Nægjusams nóvember.
Jólagjafaskiptimarkaður þar sem fólk er hvatt til þess að koma með hluti sem eru í góðu og nothæfu ástandi.
BrummBrumm bjóða gestum að silkiprenta eitthvað skemmtilegt í jólapakkann. Fólk kemur með sinn eigin textíl. Nánari upplýsingar hér

Hringrásarjól á Amtsbókasafninu

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Hringrásarjól Amtsbókasafnsins 2024! Þau eru unnin í samvinnu við Landvernd og Fjölsmiðjuna og hugmyndin fengin að láni frá Norræna Húsinu. Nánari upplýsingar hér

Skammdegisganga í Elliðárdal

Landvernd og Ferðafélag Íslands bjóða í skammdegisgöngu í Elliðaárdal, sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi. Mæting er við Toppstöðina, Rafstöðvarvegi 4, kl. 10:00. Nánari upplýsingar hér

Kynslóðaspjall

Hvað þýðir nægjusemi í dag? Getur nægjusemi stuðlað að aukinni hamingju og frelsi? Hvernig líta ólíkar kynslóðir á nægjusemi? Þessum spurningum ásamt fjölda annarra ætlum við að velta fyrir okkur á svokölluðu kynslóðaspjalli. 

Kynslóðaspjall á Egilsstöðum

Kynslóðaspjall í Reykjavík

Kjósum nægjusemi

Landvernd og Neytendasamtökin bjóða á fræðslustund um nægjusemi og neysluhyggju, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00-18:30, á Loft hostel. Nánar um viðburðinn hér

Leikir og verkefni

Hér má finna leiki, hugvekjur og verkefni sem tilvalið er að framkvæma á vinnustaðnum eða í skólastofunni

Neysla

Verkefnin um neyslu eru úr Loftslagssmiðjum Grænfánans. Hægt er að opna smiðjuna sem heild eða velja stök verkefni hér fyrir neðan

Fatasóun

Hugtakið nægjusemi

Samstarfsaðilar

Nægjusamur nóvember er hvatningarátak Landverndar og Grænfánaskóla í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun.