Steingrímsstöð í Soginu
Steingrímsstöð í Soginu

Sogið er stærsta lindá landsins og liggur milli Þingvallavatns og í Hvítá þar sem árnar mynda saman Ölfusá. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Efra-Sog fellur um gljúfur í Dráttarhlíð og gengur það úr Þingvallavatni í hálfhring austur fyrir hæðarhrygg sem skilur Þingvallavatn frá Úlfljótsvatni. Við virkjun var reist stífla þar sem vatn féll til Efra-Sogs úr Þingvallavatni og um 100 m3 af vatni veitt til virkjunarinnar. Afl Steingrímsstöðvar er 27 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is