Sandhólar í Stóru Sandvík á Reykjanesi. Svæðið er í hættu. Náttúrukortið. landvernd.is
Sandhólar í Stóru Sandvík á Reykjanesi. Ljósmynd: Ellert Grétarsson.
Stóra Sandvík, Brúin milli heimsálfa og gígaraðir eru í hættu vegna virkjanaáforma. Krafmikil náttúra og fjölbreytt fuglalíf mætir hrauni, sjávarhömrum og sprungugjám.
Stóra-Sandvík á Náttúrukortinu. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Orkunýtingarflokkur

Stóra-Sandvík á Reykjanesi er flokkuð í orkunýtingarflokk í 3. áfanga Rammaáætlunar.

Stóra Sandvík er löng sandfjara á vestanverðu Reykjanesi þar sem krafmikil náttúra og fjölbreytt fuglalíf mætir hrauni, sjávarhömrum og sprungugjám.

Einstakt svæði á heimsmælikvarða

Reykjanes einkennist af eldvirkni og jarðhita og varð hluti af verndaráætlun Unesco árið 2015. Það er því viðurkennt sem UNESCO Global Geopark fyrir jarðfræðilega sérstöðu sína á heimsvísu. 

Náttúruperlan Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Myndband: Ellert Grétarsson, elg.is

Vinsæll ferðamannastaður

Stóra Sandvík er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á svæðinu eru einstakir sandhólar og sjávarlón. Í næsta nágrenni er „Brúin milli heimsálfa“ og Stampar, gossprungur sem liggja frá sjó inn í land á vestanverðu Reykjanesi og mynda gígaraðir. Svæðið er einnig þekkt sem brimbrettaparadís. 

Lífríki

Á svæðinu er eitt stærsta kríuvarp landsins. Krían ferðast yfir hálfan hnöttin að varpstöðvum sínum hér í á norðurslóðum frá vetrardvalarstað sínum í Suður-Atlantshafi.

Krían hefur verið friðuð tegund á Íslandi síðan 1882.

Krían er talin vera í nokkurri hættu, í flokki UV skv. válista Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018. 

Kría á flugi.

Virkjanaáform

Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennt við Stóru Sandvík sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna á Suðvesturlandi, „Brúna milli heimsálfa“. 

Það þarf ekki að hugsa lengi um þau hörmungaráhrif sem virkjun á þessu svæði myndi hafa á svæðinu enda yrði fegurð þess fótum troðin með virkjun. Umhverfisstofnun lagði til í náttúruverndaráætlun 2004-2008 að svæðið yrði gert að friðlandi (Reykjanes, Eldvörp og Hafnaberg). 

Þó að svæði sé komið í orkunýtingarflokk, þá er ekki þar með sagt að þar verði örugglega virkjað. Það á eftir að framkvæma umhverfismat og stjórnvöld geta gefið leyfi til rannsókna og orkuvinnslu. Á þessu stigi má hafa áhrif með því að vekja athygli almennings á svæðinu og því sem er í húfi og senda athugasemdir um leyfi. 

 

Stóra Sandvík er í hættu. Þar á að virkja 50MW. Landvernd.is
Stóra Sandvík á Reykjanesi. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is