Bláa Lónið nýtir affallsvatn frá Svartsengisvirkjun
Bláa Lónið

Svartsengi er á miðjum Reykjanesskaga, norðan við Grindavík. Enginn jarðhiti er í hinu eiginlega Svartsengi vestan Grindavíkurvegar en gufa á frostdögum benti til jarðhita í Illahrauni austan vegarins norðan við fjallið Þorbjörn. Þar var borað í hið sögulega hraun og hefur Svartsengisvirkjun verið rekin á svæðinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Orkuverið er með 75 MW rafafls og framleiðir vatn til húshitunar í Grindavík, Njarðvíkum, Keflavík, Flughöfninni, Garði, Sandgerði og Höfnum. Kísilríkt affallsvatn frá virkjuninni hefur þétt hraunbotninn og myndað Bláa lónið, sem hefur orðið að vinsælum baðstað.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is