Bjarnarflag
Bjarnarflag er orkuríkt jarðhitasvæði á sprungusveim Kröflueldstöðvarinnar vestan Námafjalls í Mývatnssveit. Bjarnarflag er staðsett við norðaustanvert Mývatn en þar er
Bjarnarflag er orkuríkt jarðhitasvæði á sprungusveim Kröflueldstöðvarinnar vestan Námafjalls í Mývatnssveit. Bjarnarflag er staðsett við norðaustanvert Mývatn en þar er
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að endurgera þurfi umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn
Umsögn við drög að skýrslu Ramsarskrifstofunnar um áhrif Bjarnarflagsvirkjunar.
Aðalfundur Landverndar ályktaði að hætta ætti við Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit.
Landvernd hefur sent umhverfisráðherra bréf til að spyrja um svör íslenskra stjórnvalda við fyrirspurn Ramsarskrifstofunnar vegna mengunarhættu frá Bjarnarflagsvirkjun á lífríki Mývatns og Laxár.
Stjórn Landverndar undirstrikar nauðsyn þess að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir þegar ákvarðanir um stórframkvæmdir eru teknar. Þar skortir oft verulega á eins og Kárahnjúkavirkjun er skýrt dæmi um.
Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.
Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns.