Næstu skref í rammaáætlun
Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 samþykkti ályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun og næstu skref í rammaáætlun.
Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 samþykkti ályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun og næstu skref í rammaáætlun.
Aðalfundur Landverndar haldinn 13. apríl 2013 sendi frá sér ályktun um nýsamþykkt náttúruverndarlög og hvatti til þess að ein stofnun yrði sett á laggirnar sem hefði með málefni allra verndaðra svæða að gera.
Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 sendi frá sér ályktun þar sem lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var mótmælt harðlega og lagt til að Búrfellshraun yrði friðað í heild sinni.
Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 13. apríl n.k. kl. 13-16 í sal veitingarstaðarins Nauthóls við Nauthólsvík. Sérstök athygli er vakin á erindum um Mývatn og Laxá.
Landvernd og Stofnun Sæmundar fróða við HÍ efna til opins fundar um ný náttúruverndarlög í Norræna húsinu mánudaginn 18. febrúar kl. 20-22. Allir velkomnir.
Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis athugasemdir sínar við frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög.
Lög samtakanna Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands.
Markmið Landverndar eru að vernda náttúru og umhverfi Íslands, endurreisa spillta náttúru, auka sjálfbæra umgengni og virkja Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál.
Sunnudaginn 4.júlí fór 40 manna hópur á vegum Landverndar og Ferðafélags Íslands í gönguferð um hið ægifögra umhverfi Trölladyngju og Sogana á Reykjanesskaga. Ferðin var afar vel heppnuð og allir fóru heim fullir fróðleiks eftir góða leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings.
Nýleg Gallupkönnun sýnir sterka stöðu Landverndar í samfélaginu. Tæplega 43% svarenda sögðust hafa mikinn áhuga á umhverfis- og náttúruvernd og rúmlega 42% hafa nokkurn áhuga. Um 80% svarenda telja mikla þörf fyrir samtök eins og Landvernd og tæplega 74% svarenda voru mjög jákvæð (30%) eða frekar jákvæð (43,7%) gagnvart Landvernd. Hnattræn umhverfisvandamál eru ofarlega í huga Íslendinga.
Niðurstöður viðhorfskönnunar sem Landvernd lét gera benda til þess að hinn samfélagslegi jarðvegur fyrir samtök á borð við Landvernd sé frjór, en jafnframt að mikilvægt sé að kynna samtökin betur og gera þau sýnilegri. Stjórn samtakanna hefur því ákveðið að blása til sóknar og halda hátíðlegan sérstakan Landverndardag, laugardaginn 15. nóvember n.k. Kastljósinu verður beint að loftslagsbreytingum og einkabílnum. Toyota leggur Landvernd lið í þessu átaki.
Landvernd og Fuglaverndarfélag Íslands gefa út Kríuna. Nýtt tölublað er nú komið út og drefing á því er hafin. Krían er send öllum félögum í Landvernd, Fuglaverndarfélaginu og þátttakendum í Vistvernd í verki.