Stærsta baráttumálið
Hjarta landsins er í hættu! Höfnum stóriðjulínum og verndum miðhálendið, landvernd.is
Hjarta landsins er í hættu! Höfnum stóriðjulínum og verndum miðhálendið, landvernd.is
Viljum við loftlínuskóg eða jarðlínulagnir? jarðstrengir eru betri og ódýrari kostur fyrir náttúruna og samfélagið til lengri tíma, landvernd.is
Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna orkuversins í Svartsengi.
Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson jarðfræðingar fluttu erindið „Nýting jarðhita – Eru ráðgjafar á hálum ís?“ þar sem þeir gagnrýndu forsendur og vinnubrögð við ráðgjöf í jarðhitanýtingu á síðustu árum.
Fjölmörg gögn benda til þess að til þess að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri álvera þurfi framleiðslugetan að vera mun meiri en gert er ráð fyrir í áformum við Húsavík og í Helguvík. Ummæli Thorsteins Dale Sjötveit, aðstoðarforstjóra Hydro, fela í sér enn eina vísbendinguna um þetta. Í Speglinum á Rás 2 sagði Thorstein. …
Grindavík hafnar nýjum línuleiðum. Sandgerði hefur hafnað háspennulínum um Ósabotna og Stafnes. Vogar vilja sjá jarðstreng sem vakost. Ef marka má orð framkvæmdastjóra Landsnets er álver í Helguvík ekki lengur raunhæfur kostur.
Við teljum því ekki að spurningin sé hvort, heldur hvenær og hversu umfangsmiklar þessar framkvæmdir verða. Spá um áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir er því meðal mikilvægra forsendna í hagspánni, … Er meðal þess sem segir í hagspá Landsbankans til 2015.