Jarðhitaummerki á Þeistareykjum
Jarðhitaummerki á Þeistareykjum

Þeistareykir eru öflugt háhitasvæði norðan við Bæjarfjall á milli Mývatnssveitar og Kelduhverfis. Þar er 90 MWe jarðgufuvirkjun Landsvirkjunar með tveimur hverflum. Búið var á Þeistareykjum fyrr á öldum og þar var brennisteinn numinn. Jarðhitasvæðinu á Þeistareykjum er skipt í austur- og vestursvæði en talið er að svæðið geti í heild staðið undir allt að 270 MWe raforkuframleiðslu. Fram til þessa hafa boranir miðast við vinnslu á austurhluta svæðisins. Boraðar hafa verið sex djúpar rannsóknarholur á austurhluta svæðisins og ein 400 metra kjarnahola á vestursvæðinu.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is