Þverá á Langadalsströnd rennur af hálendinu sunnan Drangajökuls og niður í ós Ísafjarðará Langadalsströnd.
Stærstu samfelldu víðerni Vestfjarða
Skúfnavötn eru á vatnasviði Þverár og eru hluti af stærstu samfelldu víðernum Vestfjarða.
Heiðalandslag og stöðuvötn
Fjölbreyttar landslagsheildir og vistgerðir setja svip sinn á norðausturhluta Vestfjarðakjálkans. Þar má helst nefna heiðalandslag og ógrynni stöðuvatna frá Steingrímsfjarðarheiði til Ófeigsfjarðarheiðar, jökulsorfið umhverfi Drangajökuls og fjalllendi og strendur Hornstranda.
Virkjanahugmyndir
Með Skúfnavatnsvirkjun yrði Þverá stífluð við útrennsli Skúfnavatna.
Einnig yrði vatni veitt frá Hvannadalsá þar sem tvær stíflur mynda lón. Uppsett afl virkjunarinnar er 16 MW með heildarvatnsfall upp á rúma 300 m.