Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Tímalína og gögn vegna breytinga á starfsreglum rammaáætlunar

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd hefur gagnrýnt að drögin að breytingum á starfsreglum rammaáætlunar endurspegli kröfur Landsvirkjunar.

Á undanförnum tveimur vikum hefur Landvernd aflað sér gagna um aðdraganda að gerð nýrra draga um starfsreglur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti á vefsíðu sinni 2. febrúar sl. Landvernd óskaði eftir gögnum í umhverfis- og auðlindaráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti. Landvernd hefur gagnrýnt að drögin endurspegli kröfur Landsvirkjunar. Gögn málsins hafa sýnt fram á að aðkoma Landsvirkjunar að gerð draganna var með tvennum hætti: 

a) Landsvirkjun átti fund með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í
ágúst 2015 og lagði þar fram kröfur sínar um breytingar á
starfsreglunum.

b) Landsvirkjun gafst kostur á, einu orkufyrirtækja, að gera
athugasemdir við fyrstu drög að breyttum starfsreglum í lok janúar.
Engin náttúruverndarsamtök, útivistarhópar eða ferðaþjónustan hafði
samsvarandi aðkomu. Aðkoma Landsvirkjunar var í gegnum
atvinnuvegaráðuneytið sem bað fyrirtækið um að senda sér athugasemdir en
halda þeim upplýsingum fyrir sig að sinni. 

Allan þennan feril má lesa í gögnum málsins. Hér að neðan er sýnd
tímalína í málinu. Í viðhengjum er svo að finna öll þau gögn sem
Landvernd hefur borist í málinu.

TÍMALÍNA

1) 22. maí 2015             

Starfsreglur verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar
(rammaáætlunar) samþykktar í Umhverfis- og auðllindaráðuneytinu (UAR).

2) 17. ágúst 2015

Landsvirkjun (LV) fær fund með UAR (embættismönnum og
aðstoðarmanni ráðherra (skjal nr. 1 í gagnapakka). Þar gagnrýnir LV
starfreglurnar og fer fram á að þeim verði breytt. Afhendir UAR bréf
þess efnis (skjal nr. 2 og 3). Ráðuneytið segist munu fara yfir málið
(skjal nr. 1).

3) 12. nóvember 2015

Landsvirkjun ítrekar erindi sitt til UAR (skjal nr 4).

4) 7. desember 2015

UAR svarar bréfi/erindi Landsvirkjunar (skjal nr. 5). Þar kemur
m.a. sú lagatúlkun UAR að Orkustofnun beri að senda verkefnisstjórn RÁ
þá virkjanakosti sem séu nægilega skilgreindir til að vera teknir í mat,
en eigi ekki ákvörðunarvald um hvort endurmeta skuli virkjunarkosti í
gildandi rammaáætlun.

5) 11. janúar 2016

UAR sendir fyrstu drög að breytingum á starfsreglunum til
lögbundinna samráðsaðila, þ.e.a.s. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
(ANR) (skjöl nr. 8 og 13) og verkefnisstjórnar RÁ (skjöl nr. 7 og 13).

6) 13. janúar 2016

ANR fær athugasemdir Orkustofnunar, undirstofnunar ráðuneytisins, við tillögur UAR. (skjal nr. 14)

7) 15. janúar 2016

Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar athugasemdum sínum við tillögur UAR (skjöl nr. 9 og 10)

8) 19. janúar 2016

ANR sendir UAR tillögur sínar að breytingum á starfsreglunum. (skjöl nr. 11 og 15)

9) 22. janúar 2016

ANR sendir Landsvirkjun afrit af tillögum ANR til UAR. Í bréfi
ANR til Landsvirkjunar segir að það væri gagnlegt fyrir
atvinnuvegaráðuneytið að fá strax fram athugasemdir Landsvirkjunar við
þessi fyrstu drög. Jafnframt biður starfsmaður ráðuneytisins móttakanda
hjá Landsvirkjun um að „halda þessu fyrir [sig] að sinni.“ (skjal frá
ANR)

10) 26. janúar 2016

Landsvirkjun sendir UAR ítrekun á athugasemdum sínum til
ráðuneytisins, sem sýnir að þeim hafi ekki þótt nægt tillit tekið til
krafna sinna frá í ágúst 2015 (skjal nr. 6)

11) 28. janúar 2016

Landsvirkjun sendir ANR athugasemdir sínar við tillögur ANR um breytingar á starfsreglum. (skjal nr. 16)

12) 28. janúar 2016

ANR sendir viðbótartillögur til UAR eftir að hafa tekið tillit
til a.m.k. sumra athugasemda Landsvirkjunar (skjal nr. 17), en lætur
þess ógetið að þær komi frá Landsvirkjun (skjal nr. 12).

13) 2. febrúar 2016

UAR auglýsir drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar
rammaáætlunar á vefsíðu ráðuneytisins til umsagnar almennings og annarra
með athugasemdafresti fyrir 12. febrúar (skjal nr. 18).
Verkefnisstjórnin sá ekki þessi drög áður en þau voru birt þrátt fyrir
veigamiklar breytingar frá fyrstu drögum 11. janúar. Umsagnafrestur var
framlengdur til 22. febrúar að beiðni Landverndar.

ATH! Skjal 19 er álit umhverfisráðuneytis á m.a. endurmati virkjunarkosta (frá 12. mars 2014) og skjal 20 er lögfræðiálit sem fjallar um þær breytingar sem nú hafa verið lagðar fram (frá 7. febrúar 2016).

Skoða meðfylgjandi skjöl

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top