Tryggja þarf afhendingaröryggi rafmagns til almennra notenda með jarðstrengjum, landvernd.is

Tryggja þarf afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun með jarðstrengjum

Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.

Ábendingar Landverndar vegna áforma um aðgerðir til að flýta og styrkja framkvæmdir við innviði  Mál nr. 55/2020 á samráðsgátt

Stjórn Landvernd hefur kynnt sér gögn er varða tillögur átakshóp um úrbætur í innviðum í kjölfar fárveðursins í desember 2019.  Um er að ræða 540 aðgerðir á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna, almannavarna og samhæfingar. Þar af eru 194 nýjar aðgerðir vegna fárviðrisins og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt.  Númer sem vísað er í texta hér að neðan er að finna skýrslu Verís um Uppbyggingu innvið – aðgerðalýsing.

Ekki að rasa um ráð fram

Stjórn Landverndar varar við of miklum flýti í þessum málum. Margar framkvæmdir er flóknar og því þarf að gæta að því að undirbúningstími sé nægur. Framkvæmdir verða að standist eðlilega lýðræðislega umfjöllum og vera í samræmi við lög um náttúru- og umhverfisvernd og markmið um að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Slík umfjöllun tekur tíma en stuðlar að vandaðri framkvæmd sem er líklegri til þess að standast tímans tönn.

Vaxandi áhrif loftslagsbreytinga

Stjórn Landverndar telur mikilvægt að stjórnvöld hafa í huga við alla áætlangerð og framkvæmdir að með vaxandi áhrifum loftslagsbreytinga á veðurfar má búast við að ofsaveður verði tíðari.  Við því þarf að bregðast með lagntímasjónarmið í huga. Í þessu sambandi er jákvætt að efla á sjávarvarnir (LAN-075) og mælingar á sjávarhæð verða bættar (LAN-082) og jafnframt draga úr skipulagi nýrra strandbyggða. Einnig má hugsa sér að nýta endurheimt birkiskóga sem leið til að draga almennt úr áhrifum vindstrengja, til dæmis við Reynisfjall og Hafnarfjall, sbr. VEL-048.

Aðgerðir til að bæta afhendingaröryggi raforku

Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun er að mati stjórnar Landverndar ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hefur í því sambandi lagt áherslu á auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafa gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna og þar sem jarðstrengir hafa komið í stað loftlínu hafa truflanir á raforkuflutningum verið hverfandi. Það er því ánægjuefni hve mikil áhersla er lögð á þetta í framangreindum áformum um úrbætur sbr. aðgerðir LAN-052 og LAN-053 sem lýst er í skýrslu Verkís um Uppbyggingu innviða – aðgerðalýsing.

Ábendingar um aðgerðir sem fram koma í framgreindri skýrslu um að athugað verðir hvernig nýta megi endurnýjanlega orkugjafa fyrir varaafl (LAN-063) eru fagnaðarefni. Hér má minna á að nýting á metangasi frá urðunarstöðum, jarðgerð og haughúsum er vannýtt auðlind.

Óháðir aðilar greinir vandann og bendi á lausnir

Stjórn Landverndar telur nauðsynlegt að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins frá sjónarhóli almennra notenda. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum.

Af gögnum að dæma hefur vandinn fyrst og fremst verið greindur með sérfræðiþekkingu þeirra aðila sem bera hvað mesta ábyrgð á því ástandi sem skapaðist í óveðrinu í desember sl. Það er reynsla Landverndar að þessir aðilar leggi of mikla áherslu á að sinna stórnotendum og að það geti verið á kostnað hagsmuna almennra notenda. Þeim áherslum þarf að breyta. Þar til nú hafa ekki komið fram í Kerfisáætlun Landsnets, áform um aukið afhendingaröryggi (N-1) til þeirra þéttbýlisstaða á Norðurlandi sem verst urðu úti í desember sl. Aftur á móti hefur Landsnet undanfarin ár barist fyrir stóriðjulínum á Norðurlandi.

Dæmi um það síðast nefnda er skýrsla sem Landvernd fól kanadísku ráðgjafarfyrirtæki að gera um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Í skýrslu þessara ráðgjafa sem birtar var í janúar 2018 voru tekin af öll tvímæli um það að virkjun Hvalár og sú tenging hennar við flutningskerfið sem stjórnvöld ráðgera, styrkir sem slík ekki að neinum marki raforkuöryggi Vestfirðinga. Þar var jafnframt bent á aðrar og raunhæfari leiðir til þess að ná markmiðum um afhendingaröryggi. Færð voru rök fyrir því að jarðstrengs lagnir samhliða þeim línum sem fyrir eru myndu bætta raforkuöryggi Vestfirðinga á mun skilvirkari hátt, en með Hvalárvirkjun og öllum þeim línum sem henni myndu fylgja. Jafnframt var því lýst að framkvæmdatími slíkra jarðstrengja með leyfisveitingum þyrfti ekki að vera meira en 2-3 ár. Þrátt fyrir þessa vitneskju blasir við að áform um framangreinda tengingu við Hvalárvirkjun er að finna í aðgerðaráætlunum (aðgerðir VEF-09,10 og 12 um tengivirki í Ísafjarðadjúpi og loftlínu yfir í Kollafjörð). Um er að ræða tengingu sem í heild kæmi til með að kosta um 5 milljarða króna en skilar afar litlum bótum í afhendingaröryggi á raforku. Með slíku fé væri hægt að tryggja raforkuöryggi með mun meiri skilvirkni með jarðstrengjum. Höfum í huga að þegar er til staðar varaaflstöð í Bolungarvík sem vel reyndist í óveðrinu. Með eflingu dreifikerfisins með jarðstrengjum og öflugri varaaflstöð mætti auka afhendingaröryggi mun meira en með því að reisa Hvalárvirkjun. Stjórn Landverndar leggur því til að þessi aðgerð (VEF-09-11) verði felld úr áætluninni.

Lagning strengja meðfram vegum

Stjórn Landverndar fagnar tillögu um aðgerðum sem gera lagningu strengja meðfram þjóðvegum mögulega (aðgerð LAN-090).  Samtökin hafa undanfarin ár í fjölmörgum umsögnum bent á þessa leið til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, síðast í tengslum við Suðurnesjalínu 2 sem getið er á bls. 169 í framgreindri skýrslu. Landvernd vill að gefnu tilefnu benda á það rekstraröryggi sem fylgir jarðstrengjum í ljósi fárviðra og annarra mögulegra náttúruhamfara. 

Umbætur vegna stóriðju

Stjórn Landverndar hvetur til opinnar umræðu og hreinskilni í umfjöllun afhendingaröryggi. Fjölmargar stórar línuframkvæmdir sem vísað er til í skýrslu Verkís hafa lítið að gera með orkuöryggi til almennra notanda. Því er mjög vafasamt að tilgreina þær í áætluninni og telur stjórn Landverndar að þessa handvömm megi rekja til þess að greining á því hvað fór úrskeiðis í fárviðrinu hefur ekki verið gerð af hlutlausum aðilum eins og áður sagði. Dæmi um þetta er línutenging á milli Fljótsdalsvirkjunar og Blönduvirkjunar (220 volta Hólasandslína, Kröflulína 3 og Blöndulína 3) og í framhaldi af því tenging í stóriðjusvæðið í Hvalfirði).

Hólasandslína er komin á framkvæmdastig eftir nokkra umfjöllun og hefur lítið tillit verið tekið til athugasemda Landverndar og fleiri aðila um legu. Kröflulína 3 er u.þ.b. að komast á framkvæmdastig og hefur Landvernd komið á framfæri ábendingum sem vonandi verður tekið tillit til. Mörg flókin viðfangsefni á eftir að leysa áður en Blöndulína 3 kemst á framkvæmdastig og því þarf að hlusta á málefnaleg rök sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka. Línurnar suður í Hvalfjörð frá Blöndu þurfa einnig mikilillar skoðunar við. Allt eru þetta framkvæmdir sem Landsnet hefur ekki sýnt fram á að séu nauðsýnlegar fyrir afhendingaröryggi til almennra nota.  Þá þyrfti Landsnet að upplýsa um kostnað og kolefnisspor, í samanburði við aðra möguleika sem koma til greina í stað þessarar stóðriðjulínu.

Áformaðar tengingar á Suðvesturhorninu, svo sem Lyklafellslína og Suðurstrandarlína, er einnig afkvæmi stóriðjustefnunnar. Ef fram fer sem horfir um álverið í Straumsvík verður áformuð Lyklafellslína óþörf. Áform um Suðurstrandarlínu er afleiðing áætlana um stórfellda aukningu á orkuframleiðslu á Reykjanesi og stóriðju í Helguvík. Sú framtíðarmynd er ósennileg í dag. Því verður að öllum líkindum ekki þörf fyrir þá 220 volta flutningsgetu sem áformuð er. Þessar tengingar (Lyklafellslína og Suðurnesjalína) má því að öllum líkindum leysa með 220kV jarðstreng milli Hamranesstöðvarinnar og Geithálsstöðvarinnar og með afkasta minni jarðstreng til Reykjanes, sem leggja má í vegkanti núverandi línuvegar Landsnets út Reykjanesið eða Reykjanesbrautar auk annara vega á svæðinu. Á þann máta verða umhverfisáhrif jarðstrengsinns að öllum líkindum óveruleg.

Ef ætlunin er að halda framangreindum línum inn í áætluninni ber að tilgreina sérstaklega að hér um að ræða herkostnað vegna stóriðustefnunnar. Landvernd vísar jafnframt til umfjöllunar sinnar um línulagnir í umsögnum sínum um síðustu kerfisáætlanir Landsnets (sjá viðhengi).

Breytingar á lögum og reglugerðum

Stjórn Landverndar varar við að gerðar verði í flýti breytingar á lögum og reglugerðum sem auðvelda leyfisveitingar til framkvæmda á kostnað lýðræðislegrar og vandaðrar ákvarðanatöku. Í framangreindri skýrslu ber þessi aðgerð númerið LAN-056. Þær tillögur sem lagðar eru til um breytingar á leyfisveitingarferli raflína voru unnar án aðkomu náttúruverndarfólks en með fulltrúum framkvæmdaaðila og þarfnast því mikillar umræðu og nákvæmrar yfilegu. Nú er unnið er að endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum þar sem eitt af markmiðunum er að auka skilvirkni, þó án þess að draga úr lýðræðislegri aðkomu almennings og umhverfisverndarsamtaka á ákvarðanatöku. Sú þátttaka bætir við þekkingu og stuðla að víðtækari sátt, þ.e.s. ef mark er tekið á innsendum rökstuddum ábendingum.  Heppilegast væri að skoða þetta mál í þeirri nefnd sem vinnur að endurskoðun lag um mat á umhverfisáhrifum. Hugsanlega má biðja nefndina að flýta meðferð á þessum þætti og skila sérstakri áfangaskýrslu hvað þetta varðar. Mjög brýnt er að ekki verði flanað að lagabreytingum varðandi leyfisveitingar framkvæmda almennt sem valda óafturkræfum skaða á náttúru Íslands. 

Hugmyndir um samræmt leyfisveitingarferli hjá sveitafélögum fyrir framkvæmdir ná yfir sveitafélagamörk eru góður grunnur til þess að byggja frekari vinnu á. Það er mikilvægt að meta umhverfisáhrif framkvæmda í heild og þar skipta sveitafélagamörk litlu máli.  Þó verður alltaf að tryggja að Árósasamningurinn sé virtur þannig aðkoma almennings að ákvarðanatöku sé tryggð og að langtímasjónarmið um verndun náttúru séu höfð í heiðri. 

Lokaorð

Stjórn Landverndar telur að mjög margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformunum séu til bóta.  Hún vill þó árétta að hlutlaus og nákvæm greining á því sem úrskeiðis fór í fárviðrinu í desember hefur ekki farið fram en sú hlýtur að vera forsenda vandaðrar ákvarðanatöku.  Áformin bera merki um þetta eins og sést til dæmis í að lagt er til að tengja Hvalárvirkjun við dreifikerfið sem ekki skiptir máli fyrir innviðauppbyggingu fyrir almenning.  Þá telur stjórnin að fara verði varlega í allar breytingar sem valdið geta frekari skaða á hinni einstöku náttúru Íslands og að gæta verði að því að málsvarar hennar eigi sæti við borðið þegar áformin verða fastmótuð og koma til framkvæmda. 

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Tengt efni

Búast búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum, landvernd.is

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal – Fréttatilkynning

Stjórn Landverndar telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því ...
Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is

Það er ekki rafmagnsskortur á Íslandi – Stóriðjan þrengir að víðernum

Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en ...

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.