margmenni loftslagsverkfall

Veik staða náttúruverndar er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda

Eins og staðan er núna er enginn sem getur séð til þess að farið sé eftir umhverfislöggjöf Íslands. Íslensk stjórnvöld útiloka umhverfisverndarsamtök frá því að fara með mál sem varða brot á lögum um umhverfið fyrir dómstóla.

Mál nr. 165/2021 – Umsögn Landverndar um drög að uppfærðri landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins.

Þrátt fyrir að eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi fallist á öll málsrök Landverndar í apríl 2020 hafa íslensk stjórnvöld enn ekki fellt úr gildi þau lög sem brjóta gegn EES reglum sem byggja á Árósasamningnum. Þetta atriði verður að ræða ítarlega í landsskýrslunni.

Aðgerðaáætlun ekki fylgt eftir

Landvernd bendir á að umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur ekki fylgt eftir sinni eigin aðgerðaáætlun um Árósasamninginn né hafa fullnægjandi svör fengist frá ráðuneytinu hverju sæti. Ráðuneytið þarf hið bráðasta að bæta úr þessum vanköntum.

Í drögum að landsskýrslunni er mikið gert úr aðgerðaáætluninni sem hefur að mjög litlu leyti verið fylgt eftir. Að mati Landverndar er ekki rétt farið með í drögunum um hvernig til hefur tekist að vinna eftir aðgerðaáætluninni. Sem dæmi má nefna fræðslu um Árósasamninginn sem hefur verið mjög lítil eftir árið 2018, engar stöðuskýrslur hafa verið birtar og rangt er að ný lög um mat á umhverfisáhrifum bæti aðgang almennings að ferlinu við mat á umhverfisáhrifum.

Enginn gætir hagsmuna náttúrunnar

Ráðuneytið hefur ekki fylgt eftir aðgerðum sem varða aðgang umhverfisverndarsamtaka að réttlátri málsmeðferð. Túlkun íslenskra yfirvalda útilokar umhverfisverndarsamtök frá því að fara með mál sem varða brot á lögum um umhverfið fyrir dómsstóla. Eins og staðan er núna er enginn aðili sem getur gætt þess að farið sé eftir umhverfislöggjöf Íslands með hagsmuni náttúrunnar í huga.

Umhverfisverndarsamtökum er meinað að leggja mál sín fyrir dómstóla þrátt fyrir að framkvæmdaaðilar hafi til þess fulla heimild. Þessi túlkun hefur gert Landvernd mjög erfitt fyrir að þjóna sem málsvari íslenskrar náttúru. Þessi veika staða á þátt í því að náttúruverndarsjónarmið lúta oftast lægra haldi þegar hagmunaöfl knýja fram umdeildar framkvæmdir.

Það er þjóðréttarleg skylda íslenskra stjórnvalda að gera umhverfisverndarsamtökum kleift að leggja álitamál undir dómsstóla eins og ákvæði Árósasamningsins kveður á um. Þessu þarf að breyta.

 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.