gleimerey.stjornarskra

Mikilvægt að tryggja aðkomu almennings að umhverfismálum í stjórnarskránni – umsögn

Tilvistarréttur náttúrunnar ætti að vera skýr í stjórnarskránni. Einnig er mikilvægt að almenningur hafi rétt til að gæta náttúrunnar.
Umsögn Landverndar um tillögu að breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Send stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis 17. febrúar 2021. 
 
Stjórn Landverndar fagnar tækifæri til að tjá sig um stjórnarskrárákvæði um verndun náttúru. Landvernd eru samtök um verndun náttúru og umhverfis og því beinist athyglin hér fyrst og fremst að tillögu að nýrri grein um verndun lífríkisins, undirstöðu mannlífs á jörðinni (sem yrði grein 79 í endurskoðaðri stjórnarskrá).

 

Heillaskref í náttúruvernd

Stjórn Landverndar fagnar því að fram er komin tillaga um ákvæði í stjórnarskrá sem tilgreinir mikilvægi íslenskrar náttúru. Með því að tiltaka sérstaklega að réttur náttúrunnar og komandi kynslóða skuli virtur er komið inn í stjórnarskrá ákvæði sem vonandi verður til þess að vikið verði af þeirri ólánsbraut þar sem náttúrgæðum og heilnæmu umhverfi er spillt.
 
Án heilnæms umhverfis er lífsgæðum og jafnvel tilvist mannkyns ógnað sem og margra annarra lífvera. Í sjötta sinn í jarðsögunni er fjöldadauði tegunda að raungerast, í þetta eina sinn af mannavöldum. Við þessu verður að bregðast. Stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um vernd náttúru og þar með undirstöðu lífsafkomu mannlegs samfélags, getur stuðla að því að bæta sambúð manna við gangverk lífsins í nútíð sem í framtíðinni.

 

Tilvistaréttur náttúrunnar óljós í tillögunni

Mikilvægt er að tilvistarréttur náttúrunnar sé skýr í lögunum. Hér yrði um um að ræða grundvallar viðhorfsbreytingu til náttúrunnar, hvaða sess hún skipar í tilveru okkar og þess sem við getum tekið frá henni. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.

 

Stuðningur við tillögu Stjórnlagaráðs

Stjórnin hefur margsinnis lýst yfir fullum stuðningi við náttúruverndar- og auðlindaákvæði í tillögu stjórnlagaráðs og að það væri eðlilegt framhald lýðræðislegs ferlis að sú tillaga yrði lögð fyrir Alþingi til umræðu og atkvæðagreiðslu. 
 

Auka þarf vægi þátttöku almennings

Stjórn Landverndar leggur til að tillögu stjórnlagaráðs frá árinu 2012 (tillaga um grein 35) verði bætt við stjórnarskránna.
 
Greinin er svohljóðandi:

Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.

Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.

Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.​

Reynslan er ólygnust um það að við verndun umhverfis- og náttúru er virk þátttaka og réttindi almennings og samtaka þeirra afar mikilvæg. Þau eru óteljandi þau umhverfisslys sem tekist hefur að koma í veg fyrir einmitt vegna virkrar þátttöku almenning. Án aðkomu almennings eru áhrif hagsmunaaðila á opinbera ákvarðanatöku yfirgnæfandi og hætt á að það verði til þess að einblínt verði á skammtímagróða hagsmunaaðila. 

Nýjustu umsagnir Landverndar

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Samgönguáætlun

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Hvítbók um skipulagsmál – drög að landskipulagsstefnu

Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða. Stefnunni er ætlað ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.