Björg Eva Erlendsdóttir

Björg Eva er framkvæmdastjóri Landverndar.
Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar

Björg Eva er með próf í fréttamennsku úr Blaðamannaháskólanum NJH í Ósló, próf í íslensku, norsku úr HÍ og lærði síðar norðurlandafræði við sama skóla. Hún á langan feril í fréttamennsku og ritstjórn á Íslandi og í Noregi.  Síðast starfaði Björg Eva sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna, og þar áður framkvæmdastjóri í samstarfi Vinstri grænna flokka á Norðurlöndum.

Björg Eva hefur verið virk í félagsstörfum tengdum umhverfismálum, skógrækt og fjallgöngum. Hún er stofnfélagi í Sól á Suðurlandi og hefur verið virk í fleiri náttúruverndarsamtökum. Hún sat í stjórn RÚV, bæði sem formaður og stjórnarmaður, í stjórn Ferðafélags Íslands og eitt tímabil í verkefnisstjórn rammaáætlunar.

bjorgeva(hjá)landvernd.is

Greinar

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.