Blöndudalur
Blanda, Blöndudalur. Ljósmyndari: Mats Wibe Lund

Blanda er jökulá sem samanstendur að mestu af jökulbráð úr Hofsjökli.

Hún flæðir um jökulkembt en gróið heiðalandslag frá upptökum sínum í norðanverðum Hofsjökli og norðvestur í Húnafjörð. Blöndudalur er gróinn og þröngur dalur þar sem Blanda rennur um grunn gljúfur.

Blanda í Blöndudal er í biðflokki.

Virkjunarhugmyndir

Blanda hefur verið virkjuð við hálendisbrúnina á norðanverðum Kili og eru áform um að stækka Blönduvirkjun og að auki reisa nýja virkjun neðar á vatnasviði Blöndu, í Blöndudal. Þar er áformuð rennslisvirkjun þar sem Blöndudalur yrði stíflaður milli Blöndudalshóla og Höllustaða.

Heimild: Orkustofnun

 

Virkjanir í Blöndu

Blöndustöð stendur á hálendisbrúninni á norðanverðum Kili en stíflan í Blöndu stendur við Reftjarnarbungu. Auk þess var reist stífla við upptök Kolkukvíslar nokkru vestar, en hún rennur í Vatnsdalsár. Vatni er veitt um veituskurði og vötn á heiðinni að inntakslóni. Afl virkjunarinnar er 150 MW. Blöndulón liggur á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði og er 57 km2 að stærð. Landið sem fór undir vatn var þakið að miklu leyti bæði votlendi, mólendi og um 80% þess lands sem fór undir vatn var gróið.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is