Vestari Jökulsá – Blanda

Átt þú mynd af stað á Náttúrukortinu sem þú vilt deila með öðrum? Sendu okkur línu. landvernd.is

Blanda er jökulá sem samanstendur að mestu af jökulbráð úr Hofsjökli. Hún flæðir um jökulkembt en gróið heiðalandslag frá upptökum sínum í norðanverðum Hofsjökli og norðvestur í Húnafjörð.

Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagsheild. Svæðið hefur gríðarlegt gildi á landsvísu þegar kemur að menningarminjum, jarðminjum, vatnafari, vistkerfum og jarðvegi. Einnig þjóna jökulárnar mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu á svæðinu en flúðasiglingar hafa skapað mikla sérstöðu fyrir svæðið. Bæði Austari og Vestari Jökulsár í Skagafirði eru á lista yfir bestu flúðasiglingaár í Evrópu.

Virkjunarhugmyndir

Áform um að virkja í Jökulsánum í Skagafirði falla í verndarflokk. Með því að veita vestari Jökulsá í Haugakvísl og síðar Blöndulón yrði miklu landi raskað ásamt því að sjö smærri lón yrðu mynduð með meðfylgjandi skurðum, stíflum, veglagningu, háspennulínum og byggingum. Að auki myndi rennsli í vestari Jökulsá minnka til muna.

Heimild: Orkustofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is