Borghildur Gunnarsdóttir er sérfræðingur hjá menntateymi Landverndar
Borghildur er umhverfis- og auðlindafræðingur með áherslu á umhverfisáhrif matvæla. Hún starfaði einnig sem fatahönnuður í nær áratug. Þar lagði hún áherslu á að framleiða endingargóðan fatnað úr efnum sem pössuðu inn í hringrásarhagkerfið.
Hún starfaði í blaðamennsku um tíð og hefur gaman af því að vinna texta. Borghildi þykir spennandi að blanda skapandi hugsun við áhuga á umhverfismálum og finna nýjar lausnir í miðlun þeirra til almennings og þá sér í lagi til yngri kynslóða.
Auk þessa liggur áhugasvið hennar meðal annars í náttúruvernd, loftslagsbreytingum og fylgikvillum þeirra, tækifærum í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, dýravernd, verndun lífbreytileika og vistheimt, umhverfisáhrifum matvæla og neysluvara og eflingu hringrásarhagkerfis.











