Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Flæðigryfjur í Helguvík

Tveir einstaklingar sendu Skipulagsstofnun athugasemdir sem beinast að fyrirhugaðri flæðigryfju í Selvík. Í athugasemdunum er vakið máls á mörgum þáttum sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun ...

Flæðigryfjur vegna álvers í Helguvík
Tveir einstaklingar, Daði Þorbjörnsson og Kai Westphal, sendu Skipulagsstofnun athugasemdir sem beinast að fyrirhugaðri flæðigryfju í Selvík. Í athugasemdunum er vakið máls á mörgum þáttum sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun í umræðunni um álver í Helguvík. Í athugasemdunum segir m.a. að það sé alveg ljóst að með því að notast við flæðigryfjur sé fyrirtækið ekki að beita bestu fáanlegu mengunarvörnum þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis í skýrslunni.

Úrgangur ekki skilgreindur í áhættumati
Í athugasemdunum er m.a. bent á að í flæðigryfjuna eigi að urða kerbrot og annan úrgang sem ekki er skilgreindur í áhættumati vegna flæðigryfjunnar. Í frummatsskýrslunni komi þó fram að einnig sé ætlunin að urða kola- og stálsandsryk ásamt eldföstum fóðringum. Bent er á að kerbrot eru varasamur, mengandi úrgangur og að endurnýting kolaryks er víða ástunduð með góðum árangri. Urðun endurnýtanlegs úrgangs í flæðigryfjur ekki talist ásættanleg leið. Í umsögninni er jafnframt bent á að það sé alveg ljóst að fyrirtækið sé „ekki að beita bestu fáanlegu mengunarvörnum í hvívetna“ þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis í frummatsskýrslunni.

Í umsögninni segir: „Það vekur furðu að á sama tíma og verið er að gangsetja álver á Reyðarfirði þar sem öll kerbrot, kolaryk og fóðringar eru send til endurvinnslu eða endurnýtingar skuli menn telja það ásættanlegan kost að urða slíkan úrgang úr fyrirhuguðu álveri í Helguvík í sjó. Hvers vegna verður ekki gerð krafa um endurnýtingu þegar það liggur í augum uppi að slíkar leiðir eru vel færar? Fyrirtækið segist ætla að fylgjast með framþróun á þessu sviði sem er mjög gott. En hvers vegna nýtir það sér ekki strax þær leiðir sem eru færar?“

Gagnrýna heimildanotkun
Gerð er athugasemd við heimildanotkun í áhættumati enda virðast höfundar þess draga fram hagstæðar staðreyndir en láti hjá líða að fjalla það sem ekki hentar eins vel í sömu heimildum.

Um þetta segir í athugasemdunum:
„Í áhættumatinu er vitnað í grein eftir Miksa og fl. sem nefnist Spent potlining utilisation possibilities. Orðrétt er tilvitnunin svona: „Einnig er vert að benda á rannsóknir Miksa et. al, en samkvæmt þeirra rannsóknum er útskolun á fríu sýnaníði úr kolefnishluta kerbrota um 122 ppm og flúor 7 ppm.“ Það er að mörgu leyti athugavert að þetta sé eina tilvitnunin í þessa annars merkilegu grein. Hún fjallar um þá möguleika sem eru fyrir hendi við endurvinnslu kerbrota og rannsóknirnar sem hún fjallar um miða að því að hægt sé að hætta urðun kerbrota. Í inngangsorðum greinarinnar segir: „Spent potlining (SPL) from aluminium reduction cell cathodes presents a major environmental concern in the primary aluminium industry. It is concluded, after laboratory tests, that leachable cyanide and fluoride compounds present the major problem in SPL disposal.“
Hvers vegna skyldu höfundar áhættumatsins ekki telja ástæðu til að hafa þetta eftir greinarhöfundi eða annað sem greinin fjallar raunverulega um? … “ er síðan spurt.

Takmarkaðar rannsóknir
Í áhættumatinu er talað um „ítarlegar rannsóknir“ á flæðigryfju við álver Norðuráls í Hvalfirði. Í athugasemdunum er þetta orðaval ganrýnt enda byggja þessar rannsóknir aðeins á sex sýnum frá árinu 2002 og í athugasemdunum er sagt: „glórulaust að byggja mat á ástandinu á jafn stopulum mælingum“.
Einnig eru gerðar athugaemdir við að ekki sé í umfjöllun á niðurstöðum rannsóknanna vísað til neinna heimilda þar sem hægt sé að fá nánari útlistingu á framkvæmd mælinganna og tímasetningu sýnatöku sem getur skipt umtalsverðu máli.

Hefur Norðurál brotið reglugerð?
Í athugasemdunum er fjallað um nokkur ákvæði reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Í þeirri reglugerð er rekstaraðilum urðunarstaða settar ákveðnar skyldur um skráningu og sýnatöku á úrgangi. Allar upplýsingar sem birtar eru um úrganginn í áhættumatinu, t.d. um samsetningu og útskolun kerbrota, eru hinsvegar fengnar frá þriðja aðila. Því segjir í athugasemdunum að ekki sé „hægt að álykta annað en að engar slíkar mælingar hafi farið fram á vegum Norðuráls, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi rekið álver og flæðigryfju á Íslandi um árabil. Ekki verður betur séð en að þar með uppfylli Norðurál ekki ákvæði reglugerðarinnar. Ef það reynist rétt hlýtur það að orka tvímælis að veita leyfi fyrir urðun á þúsundum tonna af varasömum úrgangi á ári í sjó. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er því ekkert sérstaklega líklegt að það komi til með að gera betur í Helguvík en í Hvalfirði.

Hagstætt að urða í flæðigryfjur?
Í áhættumati segir: „Eiginleikar hluta þeirra efna sem skolast munu úr fyrirhugaðri flæðigryfju gera urðun kerbrota og annars úrgangs í flæðigryfjur við sjó mjög hagstæða.”
Í athugasemdunum er sérstök athygli er vakin á orðavalinu „mjög hagstæða” þegar talað er um urðun kerbrota í sjó og spurt er hvers vegna áliðnaðurinn skuli hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að finna lausnir á því vandamáli sem förgun kerbrota er ef urðun í flæðigryfjur er mjög hagstæð.

Hér má nálgast athugasemdir þeirra Daða Þorbjörnssonar og Kai Westphal í fullri lengd á pdf formi.

Nýlegar umsagnir

Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira
Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top