Fljótaá á upptök sín í fjöllum á norðanverðum Tröllaskaga og rennur af Lágheiði um Stífluvatn og neðar í Miklavatn. Árið 1942 hóf Siglufjarðarbær framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum með því að reisa 30 m háa stíflu þar sem Fljótáin rennur í gegn um Stífluhóla. Við það myndaðist Stífluvatn sem sökkti engjum þriggja jarða. Árið 1991 eignaðist RARIK virkjunina sem er nú um 5 MW að stærð.