Framtíðin er núna

Ákvarðanir dagsins í dag munu ráða framtíðinni.
Hvernig var árið 2022 þegar kemur að umhverfismálunum? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir árið og bendir á að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.

Stór­brotin nátt­úra Íslands kærir sig koll­ótta um hvort það eru ára­mót eða ekki. Við sem búum í henni og með henni notum ára­mótin engu að síður sem tæki­færi til að horfa um öxl og rifja upp helstu vendi­punkta árs­ins. Í umhverf­is­málum voru þeir nokkuð margir og hér verður farið yfir nokkra þeirra.

Gullið tæki­færi sem glat­að­ist

Án efa er stærsti vendi­punktur árs­ins 2022 í umhverf­is­málum sá sem ekki varð, nefni­lega end­ur­reisn sam­fé­lags­ins eftir COVID með nátt­úru- og lofts­lags­vernd að leið­ar­ljósi. Fé var ausið úr rík­is­sjóði, en því var því miður ekki varið til stuðla að sjálf­bærri þróun á Íslandi. Í upp­hafi far­ald­urs­ins köll­uðu Land­vernd og fleiri sam­tök eftir því að við­spyrnu­að­gerðir og styrkir ættu að mið­ast að því að koma sam­fé­lag­inu á braut sjálf­bærrar þró­un­ar. Í far­aldr­inum fólst nefni­lega tæki­færi til að gera erf­iðar en nauð­syn­legar breyt­ing­ar; að byggja sam­fé­lagið upp aftur þannig að það yrði í takti við það sem nátt­úran getur gefið okk­ur.

Þarna var einmitt tæki­færið til þess að hverfa frá ósjálf­bærri nýt­ingu auð­linda, til dæmis með stýr­ingu á fjölda ferða­manna, tak­mörkun á inn­flutn­ingi bens­ín- og dísel­bíla, kolefn­is­gjaldi, heftri lausa­göngu búfjár, tak­mörkun eyði­leggj­andi botn­vörpu­veiða, hóf­stilltri neyslu og öfl­ugri friðun land­svæða.

Þarna kom það – tæki­færið til að leggja grunn að öfl­ugum aðgerðum í vist­kerf­is- og lofts­lags­vernd. Tæki­færið glat­að­ist! Flestir hag- og umhverf­is­vísar sýna að við höfum nú aftur horfið til nokkurn vegin sama ósjálf­bæra sam­fé­lags­ins og var árið 2019.

Lofts­lags­málin

Íslend­ingar eru því sem næst á sama stað nú og fyrir heims­far­aldur þegar kemur að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Raf­bílum hefur fjölgað mikið á árinu og von­andi sjáum við skýr merki um minni losun frá vega­sam­göngum vegna þess á allra næstu árum En stjórn­völd hafa hins vegar ekk­ert gert til að tak­marka inn­flutn­ing öku­tækja sem ganga fyrir olíu og bens­íni.

Metn­að­ar­full mark­mið um losun hafa verið sett fram með hástemmdum yfir­lýs­ingum – en lítið bólar á aðgerðum til að fylgja þeim eft­ir. Nýj­ustu fréttir herma að stjórn­völd ætli sér að nota bók­halds­brellur til þess að sleppa við hluta af skuld­bind­ingum sínum í lofts­lags­mál­um. Stjórn­völd hafa ekki upp­fært aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum þrátt fyrir að ljóst sé að brýn þörf er á því.

Bráða­birgða­tölur Umhverf­is­stofn­unar um losun fyrir árið 2021 sýndu að losun jókst miðað við árið 2020 og allt stefnir í að losun verði jafn­vel meiri 2022 en árið 2021. Ísland virð­ist því enn stefna í ranga átt, í stað boð­aðs sam­dráttar eykst losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Kís­il­ver í Helgu­vík slegið af

Í des­em­ber bár­ust þær frá­bæru fréttir að kís­il­ver United Sil­icon í Helgu­vík yrði ekki ræst aft­ur. Það eru einkar jákvæðar fréttir fyrir íbúa Reykja­nes­bæj­ar, fyrir lofts­lags­bók­hald Íslands og fyrir íslenska nátt­úru.

Nauð­syn­legt er að grand­skoða ákvarð­ana­tökur fyrri ára um meng­andi iðn­aði á Íslandi. Í Helgu­vík eru leifar kís­il­vers United Sil­icon, fyr­ir­hug­aðs kís­il­vers Thorsil og fyr­ir­hug­aðs álvers. Íslenskt sam­fé­lag hefur tapað gríð­ar­legum fjár­munum á þessum draugum og nauð­syn­legt er að fara yfir hvernig það gat gerst að svo risa­vaxin áform komust svo langt löngu áður en nauð­syn­legar for­sendur lágu fyr­ir.

Fag­leg ákvarð­ana­taka óskast

Ramma­á­ætlun byggir á lögum þar sem marg­ít­rekað er að flokkun land­svæða skuli byggja á fag­legum rök­um. Það var því sér­lega sorg­leg nið­ur­staða þegar Alþingi afgreiddi þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Þar var gengið gegn vel rök­studdum til­lögum verk­efn­is­stjórnar þegar Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veita voru færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk án nokk­urra raka. Sömu­leiðis var vind­orku­ver Lands­virkj­unar fært úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk án rök­stuðn­ings.

Með því að hundsa fag­leg rök hefur Alþingi geng­is­fellt gildi ramma­á­ætl­un­ar. Þetta slæma mál sýnir því miður að ákvarð­ana­taka í umhverf­is­málum er oft og tíðum allt annað en fag­leg.

Stjórn­völd virða alþjóða­samn­inga að vettugi

Í byrjun árs varð ljóst að íslensk stjórn­völd virða að vettugi nið­ur­stöðu Eft­ir­lits­stofn­unar EES-­samn­ings­ins, ESA varð­andi leyf­is­veit­ingar til fram­kvæmda og starf­semi sem hefur mikil áhrif á umhverfið og eiga að und­ir­gang­ast fag­legt mat á umhverf­is­á­hrif­um. Á meðan ákvarð­ana­taka í umhverf­is­málum hlítir ekki fag­legum reglum og lág­marks­kröfum alþjóð­legra samn­inga geta mis­tök eins vegna fram­kvæmda United Sil­icon auð­veld­lega end­ur­tekið sig.

Fegr­un­ar­að­gerðir

Nú er talað um grænan iðn­að, græna orku­garða, græna stór­iðju. Áróð­ur­inn virð­ist vaxa hraðar en raun­veru­legar umbætur til að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrif­um. Aðgerðir til orku­sparn­aðar og bættrar nýtni víkja fyrir auk­inni áróð­urs­starf­semi – og blekk­ing­arnar eru mat­reiddar af fag­fólki svo sam­fé­lagið áttar sig illa á þeim.

Græn­þvott­ur­inn er við­var­andi og í raun eitt stærsta umhverf­is­vanda­málið á heims­vísu. Ísland er þar engin und­an­tekn­ing. Fyr­ir­tæki reyna að mála starf­semi sína upp sem umhverf­is­væna án þess að eiga fyrir því nokkra inni­stæðu, oft með aðstoð aug­lýs­inga­stofa, almanna­tengsla­fyr­ir­tækja og jafn­vel stórra sam­taka eins og Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Umhverf­is­verð­laun SA sem voru veitt til Norð­ur­áls í haust eru eitt alvar­leg­asta dæmið um græn­þvott á árinu. Stór­iðjan full­yrðir rang­lega að hún nýti græna orku en upp­runa­vott­orð orkunnar eru seld úr landi af því að fyr­ir­tækin eru ekki til­búin til að greiða það sem þau kosta.

Orku­skiptin mega ekki byggja á nátt­úru­spjöllum

Fyrir þremur árum setti Land­vernd fram kröfur um jarð­efna­eldnseyt­is­laust Ísland. Stjórn­völd hafa tekið undir og stefnt er að fullum orku­skiptum úr jarð­efna­elds­neyti 2040, sem er mjög jákvætt. Ljóst er að verk­efnið er gríð­ar­stórt og orku­skipti hafa fengið mikið pláss í umræð­unni á árinu 2022.

Græn­bók stjórn­valda um stöður og horfur í orku­málum kom út í mars 2022. Starfs­hópur sem stóð að græn­bók­inni hamp­aði þeirri nið­ur­stöðu að nauð­syn­legt væri að meira en tvö­falda raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi fyrir 2040, eða um 24 TWh, til þess að hægt væri að ná orku­skipt­um. Þær fyr­ir­ætl­anir byggja á að notkun stór­iðju og ann­ars orku­sæk­ins iðn­aðar auk­ist, sem vekur furðu þar sem stór­iðjan gleypir nú þegar 80% þeirrar raf­orku sem fram­leidd er hér­lend­is.

Ljóst er að slík aukn­ing raf­orku­fram­leiðslu myndi valda gríð­ar­legum nátt­úru­spjöll­um, óaft­ur­kræfum og með ófyr­ir­séðum afleið­ingum fyrir vist­kerfin og óbyggð víð­erni. Jafn­framt er mjög hætt við að áhrifin á ferða­þjón­ustu og úti­vist – stærsta atvinnu­veg þjóð­ar­innar og eitt vin­sælasta áhuga­mál land­ans, verði mjög nei­kvæð.

Hvernig fram­tíð viljum við?

Land­vernd setti fram sínar eigin sviðs­myndir um hvernig hægt er að standa að því að fasa út jarð­efna­elds­neyti með aðgerðum þar sem nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd hald­ast í hend­ur. Þær aðgerðir sem grípa þarf til eru til dæmis mjög auk­inn orku­sparn­aður og orku­nýtni, hringrás­ar­hag­kerfi, end­ur­heimt vist­kerfa, land­græðsla og skóg­rækt, sem og að stilla af fjölgun ferða­manna. Hluti aðgerð­anna yrði einnig að ráð­ast í umbreyt­ingu á fisk­veiði­að­ferðum og að leggja áherslu á end­ur­vinnslu málma fremur en frum­vinnslu. Land­vernd hefur sýnt fram á að við höfum val. Við getum sinnt orku­skiptum með sóma án þess að leggja nátt­úru lands­ins í rúst.

Vind­orku­ver valda deilum

Mörg vilja maka krók­inn á fyr­ir­hug­uðum orku­skiptum og fara þar fremst í flokki ýmsir lukku­ridd­arar vind­orku­geirans. Á árinu komu fram áform um risa­stórt vind­orku­ver á leif­unum af hálendi Aust­ur­lands, fjölda vind­orku­vera á Vest­ur­landi sem og tugi ann­arra vind­orku­vera um allt land. Mikil and­staða hefur komið fram við ein­stök áform. Gott yfir­lit um áformin er að finna hér og alveg ljóst að stjórn­völd, bæði ríki og sveita­fé­lög, verða að standa í lapp­irnar og taka ákvarð­anir með hags­muni almenn­ings, nátt­úru­vernd og raun­veru­leg orku­skipti að leið­ar­ljósi. Setja verður raf­orku til heim­ila og orku­skipta inn­an­lands í algjöran for­gang og hug­myndir um orku­út­flutn­ing verða að víkja.

Gott og slæmt af COP ráð­stefnum

Í lok árs­ins voru tvær ráð­stefnur aðila tveggja samn­inga Sam­ein­uðu þjóð­anna haldn­ar, COP 27 um lofts­lags­mál og COP 15 um líf­fræði­lega fjöl­breytni. Mikið var fjallað um COP27 í íslenskum fjöl­miðlum en nið­ur­staða ráð­stefn­unnar var ósigur fyrir öfl­ugar aðgerðir í lofts­lags­málum þrátt fyrir tíma­móta­samn­ing um bætur fyrir þau ríki sem verst verða fyrir barð­inu á hættu­legum lofts­lags­breyt­ingum sem nú þegar eru komnar fram af fullum þunga. Mörg hafa jafn­vel kallað eftir því að næsta ráð­stefna aðild­ar­ríkja lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna sem halda á í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum á næsta ári verði snið­gengin vegna skorts á árangri COP. Tíma­móta­sam­komu­lag náð­ist hins vegar á COP 15 þar sem þjóðir heims utan Banda­ríkj­anna sem ekki er aðili að samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni, lof­uðu að vernda 30% lands­svæða og 30% haf­svæða fyrir miðja öld­ina.

Sterk krafa er um að við­fangs­efni samn­ing­anna tveggja, það er aðgerðir í lofts­lags­málum og vernd vist­kerfa, hald­ist í hend­ur. Nátt­úru­tengdar lausnir á lofts­lags­vand­anum þurfa að vera í for­grunni, sem og aðgerðir sem leiða til minni los­unar og bættrar land­nýt­ingar á sama tíma. Mik­il­væg­ustu aðgerð­irnar eru til dæmisminni fram­leiðsla og neysla dýra­af­urða, minni mat­ar­só­un, minni fram­leiðsla hrá­efna, minni flutn­ingar og verndun skóga og ann­arra vist­kerfa.

Fram­tíðin er núna

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna eru sá grunnur sem við höfum til að byggja á ef mann­kynið ætlar sér að lifa á jörð­inni um langa fram­tíð í sátt við nátt­úru og aðra sem byggja plánet­una. Mark­miðin eru skýr og all­flest sam­mála um þau. Leið­irnar að þeim og hver á að greiða kostn­að­inn eru hins vegar óleyst og erfið deilu­mál. Aðeins með aðkomu sem flestra, fag­legum vinnu­brögðum og með lang­tíma­hug­sjón, sjálf­bærni og almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi geta þessi mark­mið orðið að veru­leika. Ákvarð­anir sem við tökum í dag ákvarða fram­tíð­ina. Fram­tíðin er núna.

Greinin birtist í Stundinni í lok árs 2022. 

Goðafoss í Skjálfandafljóti.

Orkuskiptahermir

Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar. Orkuskiptin geta farið fram án þess að eyðileggja einstaka íslenska náttúru.
Opna...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd