Geitdalsá er á hálendi Austurlands. Síðustu óbyggðu víðerni á hálendi Austurlands eru sá hluti Hraunasvæðisins sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum miðlunarlóna fyrir Kárahnjúkavirkjun (Fljótsdalsvirkjun). Í náttúruverndarlögum segir að standa beri vörð um óbyggð víðerni landsins, enda eru þau talin eitt það allra verðmætasta sem Ísland hefur yfir að ráða.
Virkjanaáform
Geitdalsvirkjun er fyrirhuguð á Hálendi Austurlands í Geitdalsá á Hraunasvæðinu. Hún er innan miðhálendislínu og myndi raska óbyggðum víðernum. 9,9 MW virkjunin eyðir stöðuvatni sem nýtur verndar náttúruverndarlaga, raskar óbyggðum víðernum og hefur neikvæð áhrif á búsvæði fugla. Rúmlega 3 ferkílómetra miðlunarlón yrði myndað með 1 km langri stíflu auk vegagerðar, stöðvarhúss, intakslóns og veituskurða.
Ekki hefur verið sýnt fra á að brýnir almannahagsmunir réttlæti fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun. Framkvæmdin myndi eyðileggja stór víðerni og raska votlendi, stöðuvötnum, fossum, tjörnum, vistgerðum með hátt verndargildi og búsvæðum fugla og hreindýra.
Umsögn Landverndar, 2022: Leifarnar af hálendi Austurlands í hættu
Lestu meira um „stórar smávirkjanir“, ekki er allt sem sýnist.
Umfjöllun Kjarnans, 2020: Átta virkjanir áformaðar á vatnasviði Hraunasvæðis