Tungufljót er dragá í Biskupstungum sem á upptök sín ofan af Haukadalsheiði og rennur saman við Hvítá við Bræðratungu. Brúarvirkjun er ný rennslisvirkjun.

Tungufljót er dragá í Biskupstungum sem á upptök sín ofan af Haukadalsheiði og rennur saman við Hvítá við Bræðratungu.

Brúarvirkjun er ný rennslisvirkjun sem opnaði 2020. Virkjunin er staðsett í efri hluta Tungufljóts, nálægt Geysi, norðan þjóðvegarins að Gullfossi. Virkjunin er 9,9MW og er í eigu HS orku.

Svæðið er í biðflokki Rammaáætlunar.

Heimild: Orkustofnun og HS-orka

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is