Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal á Austurlandi skammt neðan við áformað miðlunarlón - fossar munu hverfa! Ljósmynd: Andrés Skúlason
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón - fossar munu hverfa! Ljósmyndari: Andrés Skúlason

Geitdalsá er á hálendi Austurlands.

Virkjanaáform

Geitdalsvirkjun er fyrirhuguð á Hálendi Austurlands í Geitdalsá á Hraunasvæðinu. Hún er innan miðhálendislínu og myndi raska óbyggðum víðernum. 9,9 MW virkjunin eyðir stöðuvatni sem nýtur verndar náttúruverndarlaga, raskar óbyggðum víðernum og hefur neikvæð áhrif á búsvæði fugla. Rúmlega 3 ferkílómetra miðlunarlón yrði myndað með 1 km langri stíflu auk vegagerðar, stöðvarhúss, intakslóns og veituskurða.

Kynntu þér málið.

Lestu meira um „stórar smávirkjanir“, ekki er allt sem sýnist. 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is

Scroll to Top