Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um hvernig hafið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni.

Viðfangsefni rafbókarinnar er haflæsi, áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið. Efnið er ætlað nemendum á miðstigi, unglingastigi og sem ítarefni á fyrstu árum framhaldsskóla. 

Nemendur takast á við raunveruleg verkefni og hafa áhrif

Þemaverkefnið Hafðu áhrif! er valdeflandi og veitir nemendum verkfæri til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar á tímum loftslagskvíða. Nemendur fylgja ákveðnu verkferli og hafa áhrif í raun og veru.  

Kennaramiðað námsefni, nemendamiðuð verkefni

Námsefnið tengist vel hæfniviðmiðum náttúrugreina og samfélagsgreina og grunnþáttum menntunar. Þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð. Verkefni eru tengd við hæfniviðmið og námsefninu fylgir sóknarkvarði.

Námsefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

 

Vissir þú?

Annar hver andardráttur kemur frá hafinu. Um helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá hafinu.

Opna rafbók

Höfundur er Margrét Hugadóttir, náttúrufræðikennari og sérfræðingur hjá Landvernd. 

Uppsetning og hönnun var í höndum Arons Freys Heimissonar.

Útgáfan var styrkt af Þróunarsjóði Námsgagna. Bókin kom áður út 2019 en var endurútgefin 2020 af Menntamálastofnun

Af hverju að fjalla um hafið?

Annar hver andardráttur sem við öndum að okkur kemur frá hafinu. Hafið hefur áhrif á loftslag og veður, veitir okkur súrefni, fæðu og gerir okkur kleift að lifa á jörðinni.

Hafið hefur víðtæk áhrif á líf manna og menn hafa mikil áhrif á hafið

Loftslagsbreytingar, plastmengun og önnur mengunarhætta steðjar nú að hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2050. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á jörðinni.

„Að trúa ekki á súrnun sjávar er eins og að trúa ekki á sodastream“

Andri Snær Magnason

Rafbókinni fylgja fjölbreytt verkefni á vef sem eru ólík að eðli og lengd. Verkefnin eru nemendamiðuð og hönnuð til þess að nemendur skoði eigin viðhorf og neyslu (umbreytandi nám). Nemendur ráða ferðinni í þemaverkefninu Hafðu áhrif! og fylgja leitaraðferð (inquiry based learning). Í kennsluleiðbeiningum má finna hvaða hæfniviðmið eru tengd hverju verkefni. Námsefninu fylgja tillögur að ítarlegu námsmati (leiðsagnarmat) og má finna sóknarkvarða fyrir haflæsi,  einstaklingsmat, þemaverkefnið, jafningjamat, sjálfsmat, lykilhæfni og mat á umræðum á verkefnavefnum og í kennsluleiðbeiningunum.

Námsefnið var þróað út frá samnefndu þróunarverkefni sem unnið var í góðu samstarfi Landverndar og Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Skoða

Hreint haf, 2020

Hreint haf, 2019 fyrir Ipad

Hafið hefur áhrif á loftslagið og veðrið á jörðinni. Rafbókin Hreint haf sýnir fram á margvísleg tengs hafsins við líf manna, landvernd.is
Skráðu skólann þinn á græna grein. Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu til umhverfismála. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

Vilt þú komast á græna grein? Nýskráning.

Skráðu skólann þinn á græna grein. Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu til umhverfismála. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna ...
Nánar →
Landvernd kemur að útgáfu fjölbreytts fræðsluefnis, landvernd.is

Handbók Skóla á grænni grein

Handbókin fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu verkefnisins og tengingu þeirra við aðalnámskrá og grunnþætti menntunar.
Nánar →